„Svo tökum við mjólkina, sem er ætluð kálfinum, og setjum hana út á kaffið okkar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Leikarinn og grænkerinn Joaquin Phoenix fjallaði m.a. um dýravelferð og mjólkuriðnaðinn í þakk­arræðu sinni á Óskar­sverðlaun­un­um í nótt. Hann hlaut Óskarinn fyrir aðal­hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Joker.

Phoenix er þekktur fyrir að nýta hvert tækifæri sem gefst til að tala um málefni dýra. Í ræðu sinni sagði hann nútíma samfélag einkennast að sjálfhverfu sem bitnaði gjarnan á saklausum dýrum. Hann tók dæmi og benti á að mörgu fólki þykir sjálfsagt að sæða kú og taka svo nýfæddan kálfinn af henni, til þess eins að drekka mjólkina frá henni.

„Þrátt fyrir að þjáning hennar fari ekki á milli mála. Svo tökum við mjólkina, sem er ætluð kálfinum, og setjum hana út á kaffið okkar eða morgunkornið,“ sagði Phoenix.

Hann hélt áfram og sagði fólk vera hrætt við að breyta matarvenjum sínum og lífsstíl vegna þess að það heldur að það þurfi að færa miklar fórnir. Hann benti þá á að með nútíma tækni og hugviti fólks væru möguleikarnir endalausir.

Í ræðunni ræddi Phoenix einnig starfsferil sinn. Hann viðurkenndi að hann hafi oft verið erfiður í samskiptum en þakkaði fyrir að hafa fengið annað tækifæri innan kvikmyndabransans.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Lífsstílsráð frægra kvenna

Þessar frægu fegurðardísir eru flestar þekktar fyrir heilbrigðan lífsstíl og luma á nokkrum góðum ráðum fyrir okkur...