2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Alveg ný skilgreining á frjálslyndi

Styrmi Gunnarssyni þykir áhugavert að fylgjast með Viðreisn.

 

„Maður eins og Trump er náttúrlega bara eitthvert fyrirbæri sem maður botnar ekkert í, en þetta tal um átök milli frjálslyndra afla og íhaldsafla vekur upp spurningu um það hvað fólk á við þegar það talar um frjálslyndi. Mér finnst til dæmis mjög athyglisvert að fylgjast með Viðreisn, en talsmenn hennar eru stanslaust að tala um hvað þau séu frjálslynd. Ég held þau ættu mjög erfitt með að skilgreina það sjálf í hverju frjálslyndi þeirra felst.

Viðreisn er ekki fyrsta dæmið um aðila innan Sjálfstæðisflokksins, sem þau vissulega voru, sem telja sig vera frjálslyndari heldur en aðra. Í áratuga átökum Gunnars Thoroddsen og annarra forystumanna Sjálfstæðisflokksins hélt hann því fram að hann væri frjálslyndari en aðrir menn í Sjálfstæðisflokknum, en það var aldrei hægt að sjá með hvaða hætti það frjálslyndi kom fram.

Ég sá það aldrei og ég hef hvergi séð í málflutningi talsmanna Viðreisnar í hverju þeirra frjálslyndi er fólgið. Ef Viðreisn telur sig vera frjálslynda vegna þess að hún vill ganga í ESB þá er komin alveg ný merking í orðið frjálslyndi og það sama gildir ef það er merki um frjálslyndi sumra Sjálfstæðismanna að vilja samþykkja orkupakkann.

AUGLÝSING


En ef þú átt við popúlisma þegar þú talar um öfgaflokka þá vil ég bara segja að ég er sammála því sem mjög þekktur bandarískur stjórnmálafræðingur, Francis Fukuyama, hefur sagt, að popúlismi sé merkimiði sem elíta allra landi setur á hugmyndir sem henni eru ekki þóknanlegar. Þannig að þegar fjölmiðlafólk, hér á Íslandi og annars staðar, japlar á þessu með popúlismann og frjálslyndið og allt það er það að ganga erinda elítu allra landa og þar á meðal Íslands.“

Lestu viðtalið við Styrmi í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum