2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Ég hugsa að ég væri dáinn ef Árný væri ekki með“

Daði Freyr Pétursson kom, sá og sigraði í annað sinn sem hann og Gagnamagnið tóku þátt í Söngvakeppninni, með lagið Think About Things. Það er samið til 10 mánaða gamallar dóttur hans og eiginkonu hans, Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Lagið hefur fengið mikla athygli erlendis og segir Daði hana velkomna, þótt áreitið sé gríðarlega mikið nú í aðdraganda Eurovision-keppninnar í Rotterdam í Hollandi. Hann segist ætla að nýta tækifærið til fullnustu, enda ekki sjálfgefið að fá slíkt tækifæri.

 

Þegar viðtalið fer fram er lagið efst í veðbönkum um sigur í Eurovision og segir hann þá stöðu ótrúlega. „Að vera efstur er spark í rassinn og gefur manni von um að það sé möguleiki að vinna, en við búumst ekki við að vinna,“ segir Daði. „En við ætlum að reyna það,“ botnar Árný.

Er athyglin og áreitið mikið erlendis frá?

„Rosalega mikið,“ segja hjónin bæði í kór. „Bæði frá Eurovision-heiminum og öðrum, það eru ótrúlega mörg tækifæri í boði sem ég þarf að fara yfir með Árna Hrafni umboðsmanni mínum.“

AUGLÝSING


Er athyglin stressandi?

„Já, hún er það, en ég hef ekki svo miklar áhyggjur af keppninni. Ég held að við munum alveg ná að skila okkar atriði vel, en það fylgir þessu alls konar athygli sem er ekki jákvæð. Þegar maður lendir í öðru sæti er athyglin bara jákvæð, núna fær maður alls konar gagnrýni og skilaboð frá fólki sem hélt með öðrum í keppninni,“ segir Daði.

„Þetta eru ekki bara Íslendingar, heldur erlendir miðlar líka,“ segir Árný.

Daði kinkar kolli og segir: „Ég tek erlendu gagnrýnina ekki inn á mig. Mér finnst hins vegar leiðinlegt að sjá Íslendinga halda því fram að á RÚV hafi greinilega verið búið að ákveða fyrir fram að við færum áfram, að þetta væri bara eitthvað svindl, þegar sannleikurinn er sá að við tókum bara þátt eins og aðrir keppendur. Það var leiðinlegt að sjá fólki finnast við ekki eiga þetta skilið því ég gaf mig allan í þetta.“

Þau segja að þess vegna hafi verið gott þegar niðurstöður úr símakosningunni sýndu svart á hvítu að þau unnu afgerandi sigur í keppninni.

Sjá einnig: Eiga 10 ára sleikafmæli í sumar: „Árný varð bara allt í einu svona geggjað skotin í mér“

Allar Eurovision-klisjurnar í einu lagi

Think About Things er eftir Daða, lag og texti, atriðið og útfærsla þess. „Ég vissi ekki nákvæmlega danssporin og sú hugmynd að vera með tvo hljóðnema á standi kom svolítið seint, en ég vissi alltaf að ég vildi vera með ákveðinn dans þannig að lagið þurfti að vera „upbeat“. Ég vildi vera með dramatískan kafla í byrjun þannig að ef þú hefur aldrei heyrt eða séð lagið áður færðu á tilfinninguna að einhver kraftballaða sé að fara að byrja. Svo vildi ég kynna inn meðlimi Gagnamagnsins, þannig að þetta byrjar á hljómborðinu, fer yfir í bassann, síðan koma trommurnar inn og svo stelpurnar síðast, áður en ég kem inn,“ segir Daði. „Og ég vissi að ég vildi hafa annan dramatískan kafla þar sem vindvélin kemur inn. Kaflann þar sem við horfum í myndavélarnar samdi ég út frá því að vera með skýr skil í laginu, og svo upphækkunin af því að þetta er Eurovision. Bara allt sem við vitum að hefur virkað í Eurovision, við settum það inn.“

„Reyndum að vera með allar Eurovision-klisjurnar og troða þeim inn í eitt atriði. Enda lagið samið fyrir Eurovision,“ segir Árný.

Mannlíf kom út í dag

„Já, þakka þér fyrir, það finnst mér líka, lagið er samið svoleiðis,“ segir Daði þegar blaðamaður segir að honum finnist lagið betra á ensku. „Enska útgáfan er alvörulagið og útgáfan sem ég vildi að væri spiluð. Ég tók upp demó af texta sem samanstóð bara af „random“ orðum og það var lengi planið að hafa hann þannig,“ segir Daði og brestur í söng: „Skóhorn, rúllugardína.“ Og við bættum nöfnunum okkar við hér og þar og eitthvað fleira, þetta voru bara orð af handahófi.“

„Við vorum samt hrædd um að sá texti yrði of mikið grín og fólk myndi kannski taka honum illa. Eins og okkur væri ekki alvara með þessu, sem okkur var og vildum náttúrlega komast áfram,“ segir Árný.

„Þetta er allt hugarheimur Daða, líka myndbandið, söguþráðurinn í því og öll útsetning,“ segir Árný.

„Já, ég hef pælt mjög mikið í þessu. Árný var ekki alltaf jafnspennt þegar ég var að tala um Eurovision, ég hef varla talað um annað í heilt ár,“ bætir Daði við.

„Það hafa komið tímabil þar sem þetta var mjög þreytt,“ segir Árný og þau brosa bæði. „Hann hugsar svo mikið um þetta að hann gleymir að borða og sofa.“

„Ég hugsa að ég væri dáinn ef Árný væri ekki með.“

„Reyndum að vera með allar Eurovision-klisjurnar og troða þeim inn í eitt atriði. Enda lagið samið fyrir Eurovision,“ segir Árný. Mynd / Hallur Karlsson

Lestu viðtalið við Árný og Daða í heild sinni í Mannlíf.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum