2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Er ekki dúkkulísa

„Það er stöðugt verið að reyna afvegaleiða umræðuna með beitingu þaulreyndrar kúgunar- og þöggunaraðferð valdhafanna. Þeirri aðferð langar mig svo til að henda í ruslið því þar á hún heima,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem í upphafi vikunnar sagði sig frá störfum sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þar vildi hún ekki vera upp á punt og segist hafa fengið nóg af því skítkasti sem viðgengst innan íslenskra stjórnmála.

„Í lýðræðishúsinu Alþingi eru svona aðferðir ekki ásættanlegar, að hjóla alltaf í persónuna. Þetta á ekki að vera viðurkennt sem einhver pólitísk taktík. Að gera mótherjum sínum stöðugt upp illan hug og láta líta út eins og annarlegar hvatir búi að baki því að fólk vinni
sína vinnu. Þvert á móti eigum við að vinna faglega með því að benda frekar á hvað er að gjörðum fólks en ekki huga fólks,“ segir Þórhildur Sunna.

Lestu viðtal við Þórhildi Sunnu í Mannlíf.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum