2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fengu enga áfallahjálp, bara svefnpillur

Birgitta Jónsdóttir komst í fréttir á dögunum þegar staðfest var að höfuðkúpa sem verið hafði í vörslu lögreglunnar síðan 1994 var af föður hennar, Jóni Ólafssyni, sem hvarf á aðfangadag 1987. Hvarf hans er þó engan veginn eina mannshvarfið sem snert hefur líf Birgittu djúpt, eiginmaður hennar, Charles Egill Hirst, hvarf 1993 og fannst ekki fyrr en fimm árum seinna og þegar hún var tólf ára hvarf föðursystir hennar. Hún hefur því sjálf upplifað hvað eftir annað hvernig aðstandendum horfins fólks líður og berst fyrir breytingum á þeim verkferlum sem farið er eftir í slíkum málum.

„Við erum ekki búin að fá líkamsleifar pabba,“ segir Birgitta í viðtali sem birtist í helgarblaðinu Mannlíf sem kemur út á morgun.

Í viðtalinu rifjar hún upp daginn sem faðir hennar hvarf og segir frá því að fjölskyldan hafi ekki fengið áfallahjálp þegar Jón hvarf, bara svefnpillur.

„Ég vil nota tækifærið og skora á þá sem stjórna þessum málaflokki að búa til nýjar verklagsreglur…“

„Ég fékk náttúrlega aldrei neina áfallahjálp, það eina sem við systkinin og mamma fengum þegar pabbi hvarf voru svefnpillur. Ég vil nota tækifærið og skora á þá sem stjórna þessum málaflokki að búa til nýjar verklagsreglur, bæði fyrir aðstandendur þeirra sem hverfa og aðstandendur þeirra sem fremja sjálfsvíg. Vegna þess að það að glíma við sjálfsvíg ástvinar er öðruvísi en allt annað. Ég hef upplifað mörg andlát í lífinu og hef oft sagt við vini mína að ég sé með svarta beltið í dauðanum þannig að ég veit hver munurinn er. Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið að læra hvernig maður vinnur úr því fyrir fertugt því þegar maður eldist hverfa alltaf úr lífinu fleiri og fleiri af þeim sem maður elskar og lítur upp til.“

AUGLÝSING


Lestu viðtalið við Birgittu í heild sinni í helgarblaðinu Mannlífi sem kemur út á morgun.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum