Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Heillaður af ævintýrum og flakki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Skúlason er sannkallaður göngugarpur og fer m.a. fyrir hópnum Vesen og vergangur sem skipuleggur fjölbreyttar gönguferðir á suðvesturhorninu allt árið og víðar á landinu á sumrin.

Það kemur því ekki á óvart að þegar Einar er spurður hvaða bækur hafi haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina skuli hann nefna bækur sem tengjast fyrrnefnda áhugamálinu.

Ævintýragjörn hetja

„Ég las mjög mikið sem barn og unglingur og mér finnst svolítið erfitt að gera upp á milli bóka, en ég hugsa að bækurnar um Pétur Most hafi heillað mig mest. Pétur var einstaklega úrræðagóður enda þvældist hann um heimsins höf og lenti í ótrúlegum ævintýrum. Ég man líka eftir að hafa lesið bókina Sult eftir Hamsun þegar ég var á unglingsaldri og hún hafði mikil áhrif á mig. Það var eitthvað ómótstæðilegt við innri baráttu og hugsanir unga skáldsins og ég gat ekki hætt að lesa um þessa togstreitu. Mig minnir að það hafi verið komið undir morgun þegar ég kláraði bókina.“

Mögnuð bók

- Auglýsing -

„Aðventa Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa í félagi við Leo og Eitil er mögnuð og hægt að lesa aftur og aftur. Þú finnur ósjálfrátt fyrir marri í snjónum, færð snjófjúk í andlit og rýnir út í sortann með Bensa þegar þú lest bókina.“

Æispennandi vetrarferðir

- Auglýsing -

„Á síðustu árum hef ég oft gripið í Söguþætti landpóstanna og lesið um ferðir þessara landshornaflakkara á fyrri tímum og þá helst hinar æsispennandi vetrarferðir. Í framhaldinu hef ég farið í skemmtilega leiðangra og þrætt gamlar póstleiðir víða á landinu. Að sama skapi hef ég lesið þónokkuð af byggðasögu einstakra sýslna eða landshluta, árbækur Ferðafélags Íslands og annað af því taginu enda nátengt helsta áhugamálinu og atvinnu minni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -