Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Konurnar í lífi mínu þurfa engu að kvíða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngleikurinn Níu líf, sem byggir á lífshlaupi Bubba Morthens, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 13. mars. Þetta er risasýning á allan hátt og um 60 manns sem koma að hverri sýningu, leikarar, dansarar, kór, sviðsfólk, tæknifólk og fleiri. Sjálfur kom Bubbi ekkert að handritsskrifum eða vali á tónlist en segir að það sé bæði spennandi og óþægileg upplifun að sjá atburði lífs síns svona utan frá og það hafi orðið til þess að hann sjái ýmislegt í nýju ljósi. Eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, kannist hins vegar ekkert við þennan mann sem birtist í verkinu.

 

„Tolli bróðir las handritið og sagði að þetta yrði æðislegt,“ segir Bubbi og hljómar dálítið hissa. „Hrafnhildur eiginkona mín las handritið líka, lokaði því, leit á mig og sagði: „Ég þekki ekki þennan mann. Ég hef aldrei hitt hann.“ Sem er skiljanlegt. Ég er búinn að vera edrú í tuttugu og fjögur ár og hún hefur aldrei þekkt mig öðruvísi.“

Sjá einnig: Skrápurinn aldrei svo harður að vond ummæli stingi ekki

„Konurnar í lífi mínu þurfa engu að kvíða“

Hefurðu þá breyst svona mikið eftir að þú varðst edrú?

„Já, ég hef breyst mjög mikið,“ segir Bubbi ákveðinn. „Ég hef unnið mikið í sjálfum mér til að verða heill og ná bata, það er margra ára vinna, tekur kannski alla ævina. Ég var svo skemmdur. Æskan var erfið, þótt hún væri líka yndisleg og ég fengi gott atlæti. Ég var bráðger, var orðinn fluglæs þegar ég byrjaði í skóla sex ára gamall, en smátt og smátt fór að halla á ógæfuhliðina.

- Auglýsing -

Ég ólst upp við alkóhólisma, sá föður minn beita móður mína ofbeldi, sem var gríðarlegt áfall, og var svo misnotaður kynferðislega á mjög viðkvæmum aldri. Ég vann aldrei neitt í þessu, tróð þessu bara öllu niður í undirmeðvitundina, var alltaf reiður og hræddur og í vörn. Hrafnhildur þekkir ekki þann mann og í verkinu er lögð mikil áhersla á æskuna og ungdómsárin og árin fram að edrúmennsku, en þó er stiklað á stóru fram á daginn í dag. Hún kemur auðvitað vel út úr þessu og aðrar konur í lífi mínu sem koma við sögu í verkinu þurfa ekki að kvíða neinu. Þær birtast allar sem mun sterkari og þroskaðri einstaklingar en Bubbi.“

Voru þær hafðar eitthvað með í ráðum þegar verið var að skrifa verkið?

„Nei, ertu galin? Það hefði bara orðið eins og í pólitíkinni; endalaus þöggun,“ segir Bubbi og rekur upp hláturroku. „En ég held þær verði sáttar.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Bubba í heild sinni í Mannlíf.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -