Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Kórónuveirufaraldurinn kennir okkur að standa vörð um okkur sjálf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmar Vilhjálmsson varð fyrst landsþekktur fyrir að drekka ógeðsdrykki og stunda símahrekki í sjónvarpsþættinum 70 mínútur. Mörgum árum síðar er hann orðinn þekktur viðskiptamaður og er að opna tvo nýja staði í miðjum heimsfaraldri. Í viðtali við Mannlíf ræðir hann æskuárin, föðurhlutverkið, framann, fyrirtækin og síðast en ekki síst, sjálfan sig.

 

Kórónuveirufaraldurinn kennir okkur að standa vörð um okkur sjálf

Simmi hefur ákveðnar skoðanir á flestu. Heimsfaraldurinn og hvernig við komumst best undan honum er ekki undanskilið. „Ég tel að við höfum fundið það á eigin skinni núna að þegar við leitum til annarra landa um aðstoð þá hugsar hver um sig. Við ættum að hafa það svolítið hugfast þegar við erum búin að jafna okkur eftir kórónuveiruna að standa áfram vörð um íslenska framleiðslu og iðnað.“

Samhliða rekstri eigin fyrirtækja er Simmi talsmaður FESK, félags í eigu svína-, eggja- og kjúklingabænda, en honum var boðið starfið á sínum tíma þar sem hann var opinn með skoðanir sínar, sem fóru saman við hagsmuni félagsins. „Ég gaf kost á mér í starfið í eitt ár, og ég mun efna það, en þótt ég muni ekki sinna starfinu lengur en árið sem ég réð mig til, þá verð ég alltaf talsmaður hagsmuna þessara bænda,“ segir Simmi. „Eggja-, kjúklinga- og svínabændur njóta ekki ríkisstyrkja, á sama tíma hefur innflutningur á þessum vörum aukist töluvert. Mér fyndist ekki óeðlilegt að hið opinbera myndi standa vörð um endurfjárfestingar þessara greina, veita þeim einhverjar tilslakanir eða niðurfellingu í gjöldum og sköttum, einhvers konar fyrirgreiðslu í því að bændur fjárfesti, slík enduruppbygging kallar á iðnaðarmenn og margfeldisáhrifa slíkra framkvæmda gætir mjög víða og örvar atvinnulífið,“ segir Simmi.

„Kórónuveirufaraldurinn hefur sýnt það að ef við værum með öllu háð innflutningi á matvælum hefðum við bara lent í verulegum vandræðum“

„Við verðum að flytja inn matvæli, við getum ekki séð um okkur 100 prósent sjálf frekar en aðrar þjóðir. En við þurfum hins vegar að setja reglur um það hvað má flytja inn tollfrjálst, en sem dæmi er nú bara talað um ákveðið mikið magn af svínakjöti, þetta þarf að skilgreina betur líkt og gert er með útflutning. Þar skilgreinum við sem dæmi mjólk, smjör, skyr, en ekki bara kúaafurðir,“ segir Simmi.

Sigmar Vilhjálmsson
Mynd / Hallur Karlsson

„Þú getur aldrei tapað á því að velja íslensku afurðina og kórónuveirufaraldurinn hefur sýnt það að ef við værum með öllu háð innflutningi á matvælum hefðum við bara lent í verulegum vandræðum. Bæði hvað varðar flutningsleiðir og það að hvert einasta land fór að horfa inn á við og brauðfæða fyrst eigin þegna, áður en vörur voru fluttar út. Vöruverðinu hefði þá einnig verið stýrt og við algjörlega undir því komin. Við höfum ekkert að segja um olíuverð, við erum með öllu háð innflutningi á henni þannig að olíuríkin geta leikið sér með þetta eins og Matador og ég myndi ekki vilja sjá okkur í sömu stöðu gagnvart matvælum,“ segir Simmi, sem telur að núna sé einnig tími til að fjárfesta í endurbótum á innviðakerfi ferðaþjónustunnar, svo að landið sé betur í stakk búið til að taka á móti ferðamönnum þegar þeir fara að heimsækja landið aftur.

- Auglýsing -

„Ég er að tala um vegakerfið okkar og aðbúnað á þessum góðu og fallegu stöðum sem við viljum að ferðamenn sæki. Við stækkuðum flugstöðina og höfðum ekki undan, fókusinn fór allur þangað, svo hleyptum við öllum út í vegakerfið og allir keyra á holóttum vegum. Við ættum að nota núna tækifærið og fjárfesta í endurbótum á innviðakerfinu, það örvar atvinnusköpun og hagvöxt, og þannig erum við frekar undir það búin þegar fólk verður tilbúið að ferðast til okkar, sem gæti tekið tvö ár.“

Lestu viðtalið við Simma í Mannlífi

Lestu viðtalið við Simma í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -