Miðvikudagur 17. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Móðurmissirinn hefur markað líf Haraldar: „Ég byrgði þetta bara allt saman inni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, meðal annars fyrirtækið og hvernig er að vera yfirmaðurinn, vöðvarýrnunarsjúkdóminn, drykkjuna og meðferðina og móðurmissinn sem hann hefur aldrei unnið úr.

 

„Ég byrjaði að drekka eftir samræmdu prófin, eins og svo margir, og framan af var það í sæmilegu hófi, engin stórkostleg vandamál. Í kringum 2004 byrjaði ég síðan að drekka mjög illa og hægt og rólega þróaðist það yfir í dagdrykkju.“

Haraldur segist ekki geta sett fingur á neina sérstaka ástæðu fyrir því að hann missti tökin á drykkjunni, alkóhólismi þurfi engar ástæður en það geti þó hugsanlega átt einhvern þátt í því hvernig líf hans þróaðist að þegar hann var ellefu ára, árið 1988, lést móðir hans, Anna Jóna Jónsdóttir, í bílslysi og sá missir hefur sett svip sinn á líf hans allar götur síðan. Hann segist ekki hafa fengið neina hjálp til að takast á við sorgina og hafi í rauninni aldrei unnið úr þessu áfalli.

„Ég byrgði þetta bara allt saman inni.“

„Ég held ég hafi mjög lítið unnið mig út úr því,“ segir hann hreinskilnislega. „Einhver prestur talaði við mig fyrir jarðarförina en það var eina kerfislega hjálpin sem ég fékk. Ég byrgði þetta bara allt saman inni.“

Lestu viðtalið við Harald í heild sinni í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -