2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Platan er í raun og veru bara dagbókin mín en allir geta fundið sig í lögunum“

Svala Björgvins var alin upp við tónlist frá blautu barnsbeini og tónlistin togaði hana til sín strax í menntaskóla. Fram undan er EP-plata með íslenskum lögum byggðum á persónulegri reynslu síðustu ára. Í viðtali við Mannlíf ræðir Svala tónlistarferilinn, æskuárin og fjölskylduna, skilnaðinn, bílslysið sem breytti sýn hennar á lífið, ástina sem fann hana, stjúpmóðurhlutverkið og kvíðann sem hefur fylgt henni alla tíð.

„Þetta hefur verið erfið fæðing, ég er að semja á íslensku í fyrsta sinn. Ég var einhvern veginn ekki komin með neitt bitastætt en um jólin fóru lögin að fæðast,“ segir Svala um plötuna, en fimmtán ár eru síðan Svala gaf út sólóplötu. Lögin verða fimm og nýtur Svala aðstoðar góðra lagahöfunda, bakradda og pródúsents. Allt er að smella saman, COVID-19 tíminn var nýttur í að mixa og mastera og í þessari viku var Svala í myndatökum. Platan verður mjög persónuleg að sögn Svölu.

„Þetta hefur verið erfið fæðing…“

„Platan er í raun og veru bara dagbókin mín en allir geta fundið sig í lögunum. Ég syng um skilnaðinn, um að kynnast öðrum, finna sjálfa mig aftur og flytja heim eftir tíu ára búsetu erlendis. Þetta voru rosalega miklar breytingar sem ég gekk í gegnum og það var alltaf á döfinni að semja plötu um þessi mál,“ segir Svala og segist bæði stressuð og spennt fyrir útgáfunni.

„Ég vildi semja tónlist og texta á íslensku til að vera persónulegri, mér finnst gaman að syngja á íslensku, mér finnst mikið af flottri tónlist á íslensku og íslenska tónlistarsenan er í svo miklum blóma og mig langaði að taka þátt í því.“

AUGLÝSING


Sjá einnig: Svala varð ástfangin á núll einni: „Gauti er stórkostleg manneskja og við erum rosalega ástfangin“

Svala prýðir forsíðu Mannlífs. Mynd / Unnur Magna

Á meðal þeirra sem koma að plötunni eru Friðrik Ómar, Unnur Stefáns, Helgi Reynir Jónsson, Gunni Hilmars og GDRN, og Bjarki Ómarsson tónlistarmaður sem er pródúsent.

„Fyrsta lagið heitir Sjálfbjarga, og þau GDRN og Bjarki sömdu það með mér. Lagið fjallar um að vera andlega sjálfbjarga, þegar maður gengur í gegnum erfiða tíma eða líður illa, að maður geti fundið stað í huganum þar sem manni geti liðið betur. Að maður geti fundið innri frið eða ró, góðar tilfinningar og slökkt á þeim neikvæðu, vanlíðan og því sem þú gengur í gegnum.“

Lestu viðtalið við Svölu í Mannlífi.

Sjá einnig: „Maður þarf að eltast við drauma sína sjálfur“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum