Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Reyndi allt annað en meðferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Franz Gunnarsson hætti að drekka fyrir tæpum fimm árum og er því að upplifa sín fjórðu jól edrú. Hann segir eiginlega engin orð ná yfir þann mun sem sé á líðaninni eftir að hann tók til í lífi sínu, ekki síst á sambandi hans við sex ára son sinn, sem elskar að fara á jólaböll með pabba sínum.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hann edrúmennskuna og breytt og betra líf.

Spurður hvort hann hafi verið langt leiddur fíkill áður en hann leitaði sér hjálpar segir Franz engan vafa leika á því. Auk neyslunnar og fíknarinnar hafi hann þjáðst af miklu þunglyndi og kvíða en það sé allt horfið í dag.

„Ég byrjaði að drekka á síðustu árunum í grunnskóla, eins og flestir, og fannst þetta strax besta ástand sem hægt væri að vera í. Ég drakk flestar helgar og smám saman fór ég líka að reykja kannabis, þannig að, já, ég missti stjórnina á neyslunni algjörlega. Þegar ég hætti, rétt fyrir fertugt, hafði ég verið í mikilli neyslu í um þrjátíu ár og það segir sig sjálft að hausinn á mér var langt frá því að vera í lagi. Ég þrjóskaðist alltaf við að fara í meðferð, hélt að það væri ekkert fyrir mig og þótt ég viðurkenndi fyrir sjálfum mér að ég hefði ekki stjórn á neyslunni fannst mér ég samt öðruvísi en aðrir fíklar og þyrfti ekki sömu úrræði og þeir. Ég fór til sálfræðings og reyndi að taka á þessu með öllum öðrum ráðum en því eina rétta, sem er auðvitað að hætta þessu algjörlega.“

Franz er tónlistarmaður sem hefur spilað með ýmsum þekktum hljómsveitum og það orð hefur lengi farið af tónlistarheiminum að þar sé mikil neysla í gangi, var ekkert erfitt að koma inn í þann heim aftur eftir að hann varð edrú?

„Tónlistarheimurinn hefur breyst,“ fullyrðir hann. „Mjög margir tónlistarmenn hafa farið í meðferð og eru edrú og ég hef fengið mikinn stuðning frá þeim. Ég hélt þegar ég var í meðferðinni að ég myndi sennilega þurfa að hætta að spila opinberlega og þótt það væri erfitt að kyngja því ætlaði ég samt að sætta mig við það. Sem betur fer kom ekki til þess, ég hef sjaldan spilað meira en eftir að ég varð edrú. Það er í sjálfu sér ágætis forvörn að vera að spila fyrir drukkið fólk, maður sér að það er engan veginn eftirsóknarvert ástand en ég staldra ekki lengi við á stöðunum eftir að við hættum að spila. Tek bara saman dótið mitt og fer heim, óskaplega feginn að vera ekki inni í þessum vítahring lengur.“

- Auglýsing -

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -