Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Skrápurinn aldrei svo harður að vond ummæli stingi ekki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngleikurinn Níu líf, sem byggir á lífshlaupi Bubba Morthens, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 13. mars. Þetta er risasýning á allan hátt og um 60 manns sem koma að hverri sýningu, leikarar, dansarar, kór, sviðsfólk, tæknifólk og fleiri. Sjálfur kom Bubbi ekkert að handritsskrifum eða vali á tónlist en segir að það sé bæði spennandi og óþægileg upplifun að sjá atburði lífs síns svona utan frá og það hafi orðið til þess að hann sjái ýmislegt í nýju ljósi. Eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, kannist hins vegar ekkert við þennan mann sem birtist í verkinu.

 

Sjá einnig: „Konurnar í lífi mínu þurfa engu að kvíða“

Skrápurinn aldrei svo harður að vond ummæli stingi ekki

Ég hjó eftir því að þú sagðir áðan að það væri óþægilegt að sjá hvað ungi Bubbi hefði verið varnarlaus og auðsæranlegur, er það liðin tíð? Ertu kominn með harðan skráp eftir fjörutíu ár í sviðsljósinu?

„Nei, það er ég ekki,“ segir Bubbi án þess að hika. „Ég held að fólk sem segist vera það sé að ljúga, það er algjört kjaftæði. Maður lærir að brynja sig fyrir því að einhverju leyti að fólk segi eitthvað ljótt um mann, það fylgir því að vera opinber persóna, en það stingur mann alltaf, að halda öðru fram er sjálfsblekking. Ég sé stundum á samfélagsmiðlunum að einhver segir að honum eða henni finnist Bubbi ömurlegur og þoli hann ekki og það kemur alltaf við mig. Ég er hættur að láta það særa mig og missi yfirleitt ekki svefn yfir því, eins og ég gerði stundum í gamla daga en það síast inn og hefur áhrif, það er ekki hægt að neita því. Ég reyni að tækla það með því að hugsa að þessari manneskju líði eitthvað illa með sjálfa sig og hafi þörf fyrir að taka það út á öðrum. Ég þekki það, ég var svona sjálfur. Alltaf með kjaft og sagði alveg hræðilega hluti við og um fólk vegna þess hvað mér leið sjálfum illa. Ég er alveg innilega þakklátur fyrir að Netið var ekki komið á níunda áratug síðustu aldar. Það væri hræðilegt ef þetta hefði allt saman verið skráð einhvers staðar á Netinu.“

Lestu viðtalið við Bubba í heild sinni í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -