2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Svala varð ástfangin á núll einni: „Gauti er stórkostleg manneskja og við erum rosalega ástfangin“

Svala Björgvins var alin upp við tónlist frá blautu barnsbeini og tónlistin togaði hana til sín strax í menntaskóla. Fram undan er EP-plata með íslenskum lögum byggðum á persónulegri reynslu síðustu ára. Í viðtali við Mannlíf ræðir Svala tónlistarferilinn, æskuárin og fjölskylduna, skilnaðinn, bílslysið sem breytti sýn hennar á lífið, ástina sem fann hana, stjúpmóðurhlutverkið og kvíðann sem hefur fylgt henni alla tíð.

Sjá einnig: „Platan er í raun og veru bara dagbókin mín en allir geta fundið sig í lögunum“

Ástin spyr ekki um tíma eða aldur

Eftir skilnaðinn og flutning heim, ætlaði Svala að vera ein og vinna í sjálfri sér. Nýtt samband var alls ekki á döfinni. „Svo kynntist ég Gauta,“ segir hún og brosir. „Þetta byrjaði þannig að ég sá á Instagram að hann var í heimsókn í LA hjá sameiginlegri vinkonu okkar og fór að „followa“ hann og hann mig og við urðum félagar á samfélagsmiðlum og spjölluðum oft saman þar. Svo komst ég að því hvað hann er gamall og ég hugsaði bara: Þetta verður aldrei neitt, þú ert allt of ungur fyrir mig! Ég hélt að hann væri eldri; Gauti er mjög þroskaður og gömul sál og þegar ég talaði við hann gerði ég mér ekki grein fyrir að hann væri fæddur 1995. Þegar ég komst að því þá hugsaði ég bara: Við verðum bara vinir, það er ekki að ræða það að neitt meira gerist,“ segir hún og hlær. Gauti var á þeim tíma nýlega kominn úr löngu sambandi með barnsmóður sinni, og segir Svala að hvorugt þeirra hafi verið á leið í nýtt samband.

AUGLÝSING


Svala Björgvins
Mynd / Unnur Magna

„Svo urðum við ástfangin á núll einni, það bara gerðist mjög hratt og ég bjóst ekki við því en það gerðist og við vorum farin að búa saman nokkrum mánuðum seinna,“ segir hún.

„Gauti er stórkostleg manneskja og við erum rosalega ástfangin.“

Átján ára aldursmunur á parinu vakti athygli og hneykslun sumra fyrst í stað, sem Svala segir frekar skondið. „Fólk hneykslast þegar konur eru með yngri mönnum, en svo giftast karlar 20 árum yngri konum og eignast með þeim börn og enginn segir neitt. Svo gera konur þetta og fólk segir: Guð minn góður!“

Hún segist ekki verða vör við hneykslunarraddir í dag. Fólk hafi áttað sig á að þeim er alvara með sambandi sínu og að þau eigi vel saman, „meiki sens“ eins og hún orðar það.
„Hann er stórkostleg manneskja og við erum rosalega ástfangin,“ bætir hún við.

„Í lok dags er aldur bara tala og þetta snýst um hvort maður tengist manneskjunni eða ekki. Maður er bara ástfanginn og ástin spyr ekki um aldur. Maður ræður ekki hverjum maður verður ástfanginn af og ef fólk er hamingjusamt þá skiptir þetta engu máli, auk þess sem við erum bæði fullorðið fólk. Við Gauti mætumst líka á miðri leið og þannig gengur þetta upp. Ég held stundum að ég sé svolítið gömul sál, en um leið einnig unglingur í mér. Mér finnst mjög margir söngvarar og listamenn halda í unglinginn í sér því vinnan okkar er frekar óhefðbundin og maður vinnur við að skemmta fólki.“

Sjá einnig: „Maður þarf að eltast við drauma sína sjálfur“

Svala prýðir forsíðu Mannlífs. Mynd / Unnur Magna

Lestu viðtalið við Svölu í Mannlífi.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum