2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Það er ekki hægt að gefa neina uppskrift að því hvernig á að syrgja“

Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og forseti Golfsambands Íslands, og Guðríður Magndís Guðmundsdóttir, sambýliskona hans, eignuðust andvana tvíbura í lok október eftir rúmlega tuttugu og tveggja vikna meðgöngu. Ekkert hafði bent til þess að eitthvað væri að og áfallið því enn meira en ella. Haukur lýsti upplifuninni af því að missa drengina í Bakþönkum Fréttablaðsins og segist aldrei hafa órað fyrir þeim viðbrögðum sem pistillinn fékk. Það sé ekki líkt honum að bera tilfinningar sínar á torg með slíkum hætti.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hann þá erfiðu lífsreynslu að eignast og missa syni sína á sama tíma og hvaða áhrif sú reynsla hefur haft á hann og hans nánustu.

Drengirnir voru krufðir en þegar viðtalið fer fram liggja niðurstöður krufningarinnar ekki fyrir og Haukur og Guðríður vita enn ekki hvað olli dauða þeirra. Þau ákváðu að láta brenna þá og setja duftkerin í gröf afa Guðríðar, sem lést fyrir skömmu, og sú athöfn stendur einmitt fyrir dyrum daginn eftir að viðtalið fer fram. Haukur segist gera ráð fyrir því að sá dagur verði erfiður, en um leið sé gott að kveðja þá með þessum hætti og loka ferlinu. En hvað tekur svo við?

„Ég satt best að segja veit það ekki,“ segir hann. „Ég veit að það munu koma erfiðir dagar. Jólin eru fram undan, sem eru alltaf tilfinningaþrunginn tími, svo kemur settur fæðingardagur í lok janúar sem verður auðvitað líka erfitt og svo áfram og áfram. Ég held ekki að það sé hægt að gera neinar áætlanir um það hvernig maður kemst í gegnum svona sorgarferli. Ég held mér í þessi orð prestsins sem ég vitnaði til hér áðan og treysti því að ég muni vita hvað ég á að gera þegar ég þarf að gera það. Þessir menn sem ég talaði um áðan, feður sem hafa misst börn og sendu mér pósta og skilaboð eftir pistilinn hafa bent á ýmis ráð, en ég held að hver og einn verði að takast á við þetta með sínum hætti, það er ekki hægt að gefa neina uppskrift að því hvernig á að syrgja. Það er bara hægt að halda áfram, einn dag í einu.“

AUGLÝSING


„Ég er ekki opinn maður og það er ekki líkt mér að bera tilfinningar mínar á torg. Ég skrifaði pistilinn strax kvöldið sem við komum heim af spítalanum en var í fjóra daga að velta því fyrir mér hvort ég ætti að birta hann.“ Mynd / Hallur Karlsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum