Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Þurfti sjálf að biðja um sálfræðiaðstoð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóna Elísabet Ottesen hefur verið lömuð eftir bílslys í tæpa ellefu mánuði og allan tímann dvalið á heilbrigðisstofnunum. Hún bíður nú eftir því að komast heim þegar aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins lýkur, segist vera að læra að sætta sig við aðstæðurnar en vissulega hafi hún farið í gegnum dimma dali og erfið tímabil á leiðinni að þeirri sátt.

Jóna gagnrýnir skort á andlegri aðstoð fyrir fólk í hennar aðstæðum. Aðeins einn sálfræðingur sinni öllum sjúklingum á Grensás og hún segir að það sé eiginlega undir hverjum og einum sjúklingi komið að leita sér andlegrar aðstoðar.

„Já, það er mjög skrýtið að það sé ekki gripið betur utan um svona einstaklinga sem detta ofan í dimman dal og eiga svona erfitt,“ segir hún. „Það er helsti gallinn á kerfinu. Þegar ég var á gjörgæslunni þurfti ég til dæmis að biðja um sálfræðinginn, sem mér fannst mjög skrýtið. Sjúkrahúspresturinn hélt hins vegar vel utan um fjölskylduna mína og hjálpaði þeim yfir erfiðasta áfallið, sem var mjög jákvætt, en hann er auðvitað ekki sálfræðingur. Mér finnst ennþá undarlegt að hafa ekki fengið betri sáluhjálp strax í upphafi og í gegnum allt þetta ferli hef ég áttað mig á því að því er mjög ábótavant að til staðar sé einhver sem passar upp á sálræna aðstoð. Nú er ég búin að vera hér á Grensás í tæpa níu mánuði og það helsta sem mér finnst vanta hér er hugleiðsla og slökun en ég hef sem betur fer getað sótt mér það sjálf. Ég hef marga engla í kringum mig og vinkonur mínar hafa komið og verið með hugleiðslu fyrir mig, fundið fyrir mig nuddara sem hentar mér og sent mér möntrur og svo framvegis. Það hefur bjargað mér í gegnum þetta tímabil, því það fylgir því mikill einmanaleiki að liggja svona lengi inni á stofnun. Það er í rauninni engin afþreying hérna fyrir utan sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun, þar fyrir utan glápir fólk bara upp í loftið eða horfir á sjónvarpið.“

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

„Já, það er mjög skrýtið að það sé ekki gripið betur utan um svona einstaklinga sem detta ofan í dimman dal og eiga svona erfitt.“

Fyrir slysið starfaði Jóna sem viðburðastjóri og framleiðandi og er meðal annars einn stofnandi og skipuleggjandi fjölskylduhátíðarinnar Kátt á Klambra, en ákveðið hefur verið að sú hátíð fari ekki fram í sumar. Jóna er þó harðákveðin í að endurvekja hátíðina þegar heilsan leyfir, en fyrst á dagskrá er að komast heim í nýja húsið sem fjölskyldan hefur fest kaup á.

Jóna segist þó ekki vita hversu lengi í viðbót hún þurfi að vera á Grensás, kórónuveiran hafi sett strik í þann reikning og hún sé eiginlega bara að bíða eftir að þetta ástand gangi yfir til að geta flutt.

„Við náttúrlega þurftum að selja húsið okkar því aðstæður þar voru ekki hentugar fyrir mig,“ útskýrir hún. „Við erum búin að finna okkur nýtt heimili sem verið er að byggja og ég gæti í raun og veru kannski verið farin héðan fljótlega og haldið endurhæfingunni áfram á dagdeild, en það er flókið ferli. Þá þarf ég að fá heimahjúkrun og aðstæðurnar þurfa að vera alveg fullkomnar til að ég fái að fara heim.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni í Mannlíf.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -