Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Vildi sjálfur losna við gömlu karlana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir allt tal um erjur innan Sjálfstæðisflokksins úr lausu lofti gripið, það sé eðlilegt að ræða mismunandi skoðanir innan flokks. Hann skilji vel það unga fólk sem vilji losna við gömlu karlana úr pólitíkinni, hann hafi hugsað þannig sjálfur um tvítugt. Þeir gömlu viti hins vegar sínu viti.

 

Styrmir er í ítarlegau viðtali við Mannlíf. Þar ræðir hann stöðuna á fjömiðlamarkaði, sína persónulegu hagi og stjórnmálin.

Nú heyrast þær raddir að kynslóð Styrmis sé búin að fá sín tækifæri og ætti nú að bakka og leyfa yngri kynslóðum að taka við, hvað finnst honum um þá skoðun?

„Þetta er mjög áhugaverð spurning,“ segir hann og brosir. „Ég skil þetta unga fólk mjög vel vegna þess að ég hugsaði nákvæmlega eins þegar ég var rúmlega tvítugur. Ég man að ég var að ganga vestan úr Háskóla niður í bæ og allt í einu skaut niður í kollinn á mér þeirri hugsun að það yrðu að verða kynslóðaskipti í Sjálfstæðisflokknum, gömlu karlarnir yrðu að hverfa á braut. Þá voru gömlu karlarnir í mínum huga Bjarni heitinn Benediktsson, Jóhann Hafstein og Ingólfur á Hellu og allir þeir. Mér fannst þeir búnir að vera þarna allt of lengi og nú væri kominn tími á nýtt fólk. Fyrir tilviljun hafði ég heyrt John F. Kennedy flytja sína frægu ræðu „Ich bin ein Berliner“ í Berlín og mér fannst við ungir Sjálfstæðismenn verða að eignast okkar eigin Kennedy sem við sáum margir hverjir í Geir Hallgrímssyni sem þá var orðinn borgarstjóri í Reykjavík.

Styrmir Gunnarsson skilur vel það unga fólk sem vill losna við gömlu karlana úr pólitíkinni.

Þannig að ég skil fullkomlega hvernig unga fólkið í dag hugsar um okkur gömlu karlana, en við þetta er því að bæta að næstu ár á eftir fékk ég tækifæri til að fylgjast náið með Bjarna heitnum Benediktssyni leiða okkur í gegnum djúpa efnahagslægð. Ástæðan var sú að ég hafði gift mig og tengdafaðir minn var fyrrverandi þingmaður Sameiningarflokks alþýðu –Sósíalistaflokksins, Finnbogi Rútur Valdimarsson. Þeir Bjarni voru nánir vinir og allt í einu var ég kominn í það hlutverk að vera sendisveinn á milli þeirra og uppgötvaði hversu mikilvægt það var að hafa sterk tengsl og traust á milli verkalýðsforingja og ráðherra.

„Þannig að ég segi bara að við, gömlu karlarnir í dag, erum ekki að sækjast eftir nokkrum völdum í Sjálfstæðisflokknum…“

Þarna lærði ég það að þetta með kynslóðaskiptin var ekki alveg eins einfalt og ég hafði haldið og að gömlu karlarnir sem ég taldi að ættu að hverfa á braut vissu sínu viti. Þannig að ég segi bara að við, gömlu karlarnir í dag, erum ekki að sækjast eftir nokkrum völdum í Sjálfstæðisflokknum, við erum bara í málefnalegri baráttu. Og ég held að miðað við fylgisstöðu flokksins þá væri ekkert vitlaust af hinni ungu forystusveit hans að hlusta svolítið á okkur. Þau þurfa að átta sig á því að meirihlutinn af því fylgi flokksins sem þó er eftir er meðal eldri kjósenda og það kann ekki góðri lukku að stýra að hunsa skoðanir þeirra.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -