2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Vogue með umfjöllun um fatastíl Bjarkar: „Hún gefur framúrstefnulegum hönnuðum tækifæri og sýnileika“

„Björk og tíska…þarf að segja eitthvað meira?“ Svona hefst umfjöllun Vogue um fatastíl Bjarkar Guðmundsdóttur.

 

Með umfjöllun Vogue fylgir myndaalbúm sem gefur lesendum innsýn inn í hvernig stíll Bjarkar hefur þróast í gegnum árin. Í umfjölluninni er stíl hennar lýst sem frjálslegum og fjölbreyttum.

Þá hrósar blaðakonan Liard Borrelli-Persson Björk fyrir að styðja vel við nýja og minni hönnuði sem fara ótroðnar slóðir. Í umfjöllunina skrifar Liard meðal annars: „…hún gefur framúrstefnulegum hönnuðum tækifæri og sýnileika.“

Björk á Hróarskeldu árið 2012. Mynd /EPA

AUGLÝSING


Liard tekur þó fram að Björk sé líka dugleg að klæðast hönnun frá stórum og þekktum tískuhúsum.

Umfjöllunina í heild sinni og myndasafnið má sjá á vef Vogue.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is