Föstudagur 20. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

10 spurningar sem Róbert Wessman vildi ekki svara: Bréfið til Láru í heild sinni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mannlíf sendi Róbert Wessman 10 spurningar daginn áður en innbrotið var framið á ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins. Þetta var gert vegna athugasemda auðmannsins við umfjöllun Mannlífs. Erindið var stílað á Láru Ómarsdóttur. Ekkert svar barst fyrr en morguninn eftir innbrotið þegar Lára Ómarsdóttir, talsmaður Róberts, tilkynnti með tölvupósti að beinum samskiptum Róberts við Mannlíf væri lokið.

Lára Ómarsdóttir. talsmaður Róberts

Hér eru spurningarnar sem Mannlíf sendi.

1. Hafa Róbert Wessman eða Árni Harðarson sannanir fyrir því að Páll Winkel og eiginkona hans hafi horft á klám með börnum? Ef ekki er þetta væntanlega rógburður af þeirra hálfu.

2. Hafa fyrrnefndir aðilar sannanir fyrir því að Páll Winkel og eiginkona hans hafi verið í sumarbústað með dæmdum glæpamanni og barnaníðing? Ef ekki er þetta væntanlega rógburður af þeirra hálfu.

3. Hafa fyrrnefndir aðilar sannanir fyrir því að Andrés Magnússon blaðamaður hafi gerst brotlegur við lög? Þú sendir mér sýknudóm yfir honum og ert þá væntanlega að staðfesta að þið hafið engar sannanir um brot hans. Hér verður því varla betur séð en um rógburð sé að ræða.

4. Réðst Róbert á Phil Price stjórnanda hjá Alvogen í janúar 2015 með hnefahöggi í viðurvist fjölda vitna á viðburði Alvogen og Alvotech?

- Auglýsing -

5. Réðst Róbert á Halldór Kristmannsson með hnefahöggi á hótelbar í París á árinu 2014?

6. Beitti Róbert svokallaðri skæruliðadeild innan Alvogen og Alvotech gegn á þriðja tug óvildarmanna og skipulagði rógsherferðir?

7. Hefur Róbert reynt að hafa áhrif á þau vitni sem skráð hafa verið hjá Héraðsdómi Reykjavíkur? Þú fullyrðir í samskiptum við mig að þessi vitni muni ekki upplýsa um líkamsárásir – hvernig veistu það?

- Auglýsing -

8. Vitni sem Fréttablaðið ræddi við á síðasta ári staðfesta líkamsárásir í París og Austurríki. Hvers vegna tjáir Róbert sig ekki sjálfur um þessar ásakanir og ef þær eru ósannar er þá ekki réttast að hann neiti því bara sjálfur „on record“?

9. Lenti Róbert í ryskingum við kaupmann í Reykjavík á Slippbarnum með þeim afleiðingum að hann hringdi í vin hans, sem nú starfar hjá Alvotech, og rak hann um miðja nótt undir áhrifum áfengis. Til að einfalda þér þessa skoðun þá heitir þessi stjórnandi Friðfinnur Sigurðsson og starfaði hjá Alvogen á þessum tíma. Þetta er hluti af ósæmilegri hegðun Róberts sem hann hefur verið sakaður um en ekki viljað svara. Friðfinnur var endurráðinn daginn eftir. Rétt væri að þú tjáir þig sérstaklega um þetta mál, Lára, og berir undir Róbert áður en við leitum viðbragða kaupmannsins sem rekur þekkta fiskverslun hér á landi.

10. Þú talar um einhliða umfjöllun Mannlífs í dag. Er eitthvað þarna sem ekki er rétt eða hafi þurft að bera undir Róbert. Vann þessi lögmannstofa ekki fyrir Weinstein – réð hún ekki njósnasveit – er lögmannstofan ekki ein sú harðsvíraðasta í heiminum í dag – er hún ekki að biðja um persónuleg gögn Sólartúns um Róbert?

Nú sé ég ekki fram á annað en Sólartún neyðist til að ráða sér lögmann til að verjast þessum skærum frá ykkur. Eins væri gott ef þú staðfestir við mig hvaða lögmannstofa vinnur fyrir ykkur núna. Er það lögmannstofa Weinsteins eða Ómar Valdimarsson. Þetta fer að verða soldið ruglingslegt. En í framhaldinu mun ég finna lögmann sem mun sjá um öll þessi samskipti við ykkur vegna þessarra mála. Það er einfaldlega orðið of tímafrekt að eiga í þessum samskiptum þegar engum spurningum er svarað.

Ef þú ákveður að svara spurningum að ofan lið fyrir lið – mun Mannlíf að sjálfsögðu bregðast við því og koma ykkar sjónarmiðum vandlega á framfæri.

Með bestu kveðju

Reynir Traustason,
ritstjóri Mannlífs.

PS. Minni á spurningarnar um bardagaherbergið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -