Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

MMR sagt hafa blekkt 15 ára stúlku til að taka könnun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

MMR – Miðla- og markaðsrannsóknir hafa verið uppvísir að því að hringja í ólögráða einstaklinga og fara fram á svör við könnunum. Segjast þeir hafa samþykki frá foreldri eða forráðamanni.

Faðir 15 ára stúlku, sem fékk slíka beiðni en vill ekki láta nafn síns getið, segist afar ósáttur við þessi vinnubrögð fyrirtækisins sem hafi logið til um samþykki hans. Hann kvaðst aldrei hafa, né muni veita, slíkt samþykki. Faðirinn segist hafa miklar áhyggjur yfir þessu óábyrga verklagslagi fyrirtækisins.

Faðirinn hafði samband við MMR þar sem hann var beðinn afsökunar og nafn dóttur hans fjarlægt úr gagnabanka. Aftur á móti fékk hann ekki svör um hvernig fyrirtækið hefði nálgast tengiliðaupplýsingar né hvort fleiri ungmenni eða viðkvæmir einstaklingar fengju sambærilega spurningalista.

„Ég spyr mig, hvernig er næsti spurningalisti sem þeir senda út og vilja þeir fá myndir í viðhengi? Og þá, hvaða myndir? Ég vil ekki undir neinum kringumstæðum að dóttir mín fái svona pósta“.

Faðirinn hefur haft samband við lögfræðing vegna málsins.

Hér má sjá skilaboðin sem telpunni voru send:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -