11 ára drengir sakaðir um grófa árás í Árbæ – Lögreglan rannsakaði málið og þá kom ótrúlegt í ljós

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýlega varð uppi fótur og fit meðal Árbæinga þegar hópur 11 ára drengja voru sakaðir um að hafa ráðist harkalega á unga stúlku. Harpa Þöll Gísladóttir greinir frá því innan hóps íbúa þar að ekki var allt sem sýndist. Lögreglan hafi rannsakað málið og þá sást á myndbandsupptökum að piltirnir voru alsaklausir.

„Að gefnu tilefni! Fyrir skemmstu birtist hér inni færsla þar sem lýst var eftir hóp 11 ára drengja sem sakaðir voru um að hafa gengið í skrokk á ungum stúlkum á skólalóð Selásskóla. Fólki var vitaskuld brugðið þar sem lýsingarnar voru vægast sagt grófar og báru vott um að líkamsárás hafi átt sér stað á skólalóðinni,“ skrifar Harpa.

Hún segir þetta gott dæmi um að fólk verði að halda ró sinn á Internetinu. „Við frekari eftirgrennslan og aðkomu lögreglu að málinu sem m.a. skoðaði myndbandsupptökur kom hinsvegar í ljós að þessi atburður og meinta líkamsárás átti sér aldrei stað. Því vil ég biðla til fólks um að anda ofan í maga áður en það fer að hamra á lyklaborðið og ausa úr skálum reiðinnar. Það eru ávallt tvær hliðar á öllum málum og ég vil árétta að hér er um að ræða ung börn sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér á netinu,“ segir Harpa.

Hún segir piltana sitja þó eftir með sárt ennið. „Sumir drengjanna hafa orðið fyrir aðkasti vegna þessa og í ljósi þess að foreldrar sögðust vera smeykir við að senda börn út að leika á skólalóðinni vil ég hér með leiðrétta þetta leiðindamál.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -