Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

13 tilfelli á síðasta ári þar sem grunur var um mansal: „Ég myndi halda að þetta væri falinn vandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrettán tilfelli hafi komið upp á síðasta ári þar sem grunur lék á að um mansal væri að ræða og tvö tilfelli þar sem um var að ræða smygl á fólki. Þetta kom fram í erindi teymisstjóra Bjarkarhlíðar á ráðstefnu félagsráðgjafa í dag.

Ragna Björk Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, flutti erindi um málið á málþingi um ofbeldi sem Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands standa fyrir í dag. Í erindinu kom fram að í heildina hafi 15 mál komið inn á þeirra borð.

Hún telur að um sé að ræða falinn vanda og grunar að í raun séu mun fleiri tilfelli sem varða mansal.

„Ég myndi halda að þetta væri falinn vandi. Með meiri umræðu og fræðslu þá væru þetta fleiri mál.“

Þannig það voru svona þrettán mál sem mátti fella undir mansal og þar af var sem sagt staðfestur grunur í ellefu málum,“ sagði Ragna á málþinginu í morgun.

Kynlífsmansal og vinnumansal
Kynlífsmansal og vinnumansal voru til umræðu á málþinginu. Þegar kemur að vinnumansali er fólki oft skipað að vinna án þess að fá laun og aðbúnaður er ekki mannsæmandi. Kynlífsmansal snýr síðan að því að selja aðgang að konum fyrir kynlíf en þrjú mál sem komu á borð Bjarkarhlíðar vörðuðu kynlífsmansal.

- Auglýsing -

„Svolítið stór hluti af þessum málum var þannig að þegar að grunur kom upp þá flúðu viðkomandi aðilar aðstæður og þetta var yfirleitt í vinnumansalinu. En í öðrum málum þar var góð útkoma, fólki var vanalega hjálpað úr aðstæðunum og fékk tækifæri til þess að skapa sér öruggt líf,“ segir Ragna.

Aðspurð um þróunina þegar kemur að mansali segir Ragna erfitt um hana að segja, ekki síst þar sem Covid-faraldurinn gæti haft áhrif á fjölda mála. Þá sé það sjaldgæft að þolendur biðji sjálfir um aðstoð. Yfirleitt séu það aðrir sem hafa grun um mansal og reyna að aðstoða manneskjuna sem er beitt óréttlæti.

Tilraunaverkefni Bjarkarhlíðar
Tilraunaverkefni Bjarkarhlíðar um samhæfingarmiðstöð um mansal var komið á fót í fyrra og var í sumar framlengt um eitt ár.

- Auglýsing -

„Á þessu ári, fyrsta árið sem verkefnið var í gangi, þá voru fimmtán mál, þar af voru tvö mál sem við tókum inn í þetta sem vörðuðu smygl á fólki,“ segir Ragna, en smygl á fólki flokkast vanalega ekki sem hefðbundið mansal, þótt það geti oft tengst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -