Miðvikudagur 7. desember, 2022
-5.2 C
Reykjavik

14 ára barn réðst á afgreiðslufólk í Hagkaup: „Ég var ekki tilbúinn að sleppa honum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögregla og sjúkralið voru kölluð út upp úr klukkan 19 í gærkvöldi eftir að blóðug átök brutust út í Hagkaupum í Spönginni. DV greindi frá þessu en samvæmt heimildum þeirra var árásarmaðurinn 14 ára unglingur.

Þrír menn sneru árásamanninn niður þegar þeir sáu hann ráðast á afgreiðslumann á bakvið kassann og skipa honum að opna dyrnar inn á skrifstofu. Þá hefðu sjónarvottar séð afgreiðslustúlku alblóðuga eftir drenginn en þau voru bæði flutt á slysadeild.

Málið er talið tengjast búðahnupli en það hefur verið mikið vandamál í Hagkaupum í Spönginni á meðal barna á grunnskólaaldri. Sjónarvottur segir að fimm lögreglubílar og sjúkrabíll hafi komið á vettvang ásamt stórum hópum unglinga sem fréttu af atburðinum. Samkvæmt heimildum DV er einn starfsmaður nefbrotinn eftir árásina en ekki fengust upplýsingar um ástand þeirra sem komu að atburðinum frá lögreglu.

Einn mannana sem yfirbugaði árásarmanninn sagði frá reynslunni í samtali við DV

„Ég kom þarna inn með konunni minni og tveimur yngri krökkunum mínum. Ég sá hóp af ungum krökkum þarna við afgreiðslukassana en áttaði mig ekki strax á því að eitthvað mikið væri í gangi,“ en segist síðan hafa séð árásarmanninn unga, sem áður hefur verið nefndur, ganga í skrokk á afgreiðslumanni bak við kassann og skipa honum að opna dyrnar inn á skrifstofu.

„Ég gríp ásamt einhverjum öðrum í hann, sný hann niður og læsi handleggnum á honum undir fætinum á mér. Hann barðist um og hótaði mér á fullu en ég sagðist ekki sleppa honum fyrr en lögregla kæmi á vettvang. Eftir dálitla stund sagðist hann vera 14 ára, en ég var ekki tilbúinn að sleppa honum, starfsfólk var þarna í  hættu og börnin mín voru hrædd.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -