Laugardagur 25. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

14 yfirmönnum á velferðarsviði Reykjavíkur sagt upp: „Farsældarlög og stafræn umbreyting ástæðan““

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

14 störf yfirmanna hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar verða lögð niður. Að sögn Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa velferðarsviðis, kemur þetta til vegna umfangsmikilla breytinga á sviðinu.

„Tvær þjónustumiðstöðvar hafa til dæmis verið sameinaðar og ný rafræn þjónustumiðstöð sett á laggirnar sem tekur til starfa um áramót.

Það eru farsældarlög, stafræn umbreyting og ný velferðarstefna Reykjavíkurborgar sem knýja á um þessar breytingar. Nýjar og breyttar stöður verða auglýstar um helgina og við gerum ráð fyrir að margir sem sinna þeim störfum sem lögð verða niður verði í hópi umsækjenda um þær.

Þess má geta að á velferðarsviði starfa um 3.500 manns og á annað hundrað stjórnendur. Þessar breytingar taka fyrst og fremst til þjónustumiðstöðva.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -