Miðvikudagur 27. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

15 hugmyndir að fjöri fyrir fjölskylduna – VERÐKÖNNUN

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf skoðaði hvað er í boði fyrir fjölskyldur að gera saman hjá þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á afþreyingu fyrir þær. Í dæminu er miðað við foreldra með tvö börn, annað 7 ára og hitt  10 ára gamalt. Upplýsingar um verð voru teknar af heimasíðum fyrirtækjanna. Þetta er engan vegin tæmandi listi heldur einungis dæmi um það sem fjölskyldan getur gert og hvað það kostar. Fullt af afþreyingu er til staðar víða um landið alls ekki einungis á höfuðborgarsvæðinu, en þetta er það sem Mannlíf skoðaði að þessu sinni.

Rush trampólíngarðurinn. Fyrir 60 mínútna hopp myndi fjölskyldan greiða 12.000 krónur með sokkum sem er skylda að kaupa hjá þeim. Parið kostar 400 krónur á mann.

 

Í Húsdýragarðinn myndi heimsóknin kosta 8.180 krónur innifaldir í því verði eru að auki  tveir dagspassar í leiktækin en það er hagstæðara en að kaupa miða í þau.

- Auglýsing -

 

Fjölskyldan myndi borga 3.600 krónur fyrir heimsóknir  í Árbæjarsafnið, Landnámssýninguna og Sjóminjasafnið. Á öllum þremur stöðunum er frítt fyrir börn upp að 17 ára aldri.

- Auglýsing -

 

Aðgangur að Sjóminjasafninu, auk þess að skoða varðskipið Óðin, myndi kosta 5.600 krónur (frítt fyrir börn). Aðgangur án skoðunar á Óðni mydi kosta 3.600 kónur.

 

Þjóðminjasafnið er heldur betur rausnarlegt og býður aðgang fyrir tvo fullorðna á 4.000 krónur (frítt fyrir börn upp að 18 ára). Með því að greiða aðgangseyrinn ertu kominn með gilt árskort sem þýðir að fjölskyldan getur farið á safnið í heilt ár fyrir 4.000 krónur.

 

Að skella sér út í Viðey myndi kosta fjölskylduna 4.950 krónur.

 

Flyover Iceland myndi kosta 10.000 krónur ef valin væru tvö fjölskyldutilboð sem hvort um sig kostar 5000 kr. Eitt fjölskyldutilboð felur í sér aðgang fyrir einn fullorðinn og eitt barn og að auki fylgir stafræn mynd. Tæki fjölskyldan ekki tilboðið þá myndu þau greiða 13.470 krónur.

 

 Ferð í Sambíóin á barnamynd myndi kosta 4.260 krónur tæki fjölskyldan fjölskyldupakka fyrir fjóra. Ef greitt væri fyrir staka miða yrði verðið 5.930 krónur og því sparast 1.670 krónur með því að velja fjölskyldupakkann. Sambíóin bjóða þriðjudagstilboð en þá kostar miðinn 820 krónur sem þýðir að fjölskyldan gæri skellt sér í bíó fyrir 3.280 krónur.

Laugarásbíó bíður miðann á 950 krónur á fyrstu sýningar um helgar. Færi fjölskyldan á barnamynd á laugardegi og á fyrstu sýningu myndi það kosta 3.800 krónur. Ef þau færu á þriðjudegi kostar miðinn 850 krónur svo það myndi kosta 3.400 krónur. Laugarás Bíó er einnig með fjölskyldutilboð en þá kostar fyrir fögurra manna fjölskyldu 4.000 krónur. Fullt verð án allra tilboða myndi kosta 5.280 krónur.

 

Smárabíó og Háskólabíó myndu bjóða fjölskyldunni upp á að greiða 3.980 krónur á þriðjudegi. Einnig er boðið upp á fjölskyldutilboð sem hljóðar upp á 4.250 krónur. Fullt verð fyrir fjölskylduna væri 6.240 krónur.

 

Í Skemmtigarðinum hjá Smárabíói kostar lasertag fyrir fjölskylduna (Junkyard) 4.200 krónur fyrir einn leik. Fyrir tvo leiki þyrfti að greiða 7.600 krónur.

Sýndarveruleikafjör í Skemmtigarðinum hjá Smárabíói, myndi kosta fjölskylduna 5.560 krónur (Virtualmaxx 1 leikur). Þessi afþreying er samt fyrir 10 ára og eldri, en skellum þessu með til gamans.

Í leiktækjasal Skemmtigarðsins gæti fjölskyldan eytt hálftíma fyrir 3.980 krónur eða klukkutíma fyrir 6.300 krónur.

Skautahöllin Egilshöll ( lokað fyrir almenning vegna Covid 19 núna en það á vonandi eftir að breytast) býður fjölskyldunni að greiða 5.400 krónur, innifalið í því verði er leiga á skautum.

 

Fjölskyldan gæti skellt sér í Keilu hjá Keiluhöllinni Egilshöll fyrir 6.590 krónur. (50 mínútur).

 

Það kostar fyrir fjölskylduna  8.700 krónur fyrir fjölskylduna  að fara á Whales of Iceland, hvalasafnið.

 

Menningarkort Reykjavíkur er eitthvað sem vert er að skoða en það veitir aðgang að ýmsum söfnum, sýningum auk margs annars. HÉR má kynna sér kortið. Verð fyrir tvo fullorðna fyrir árskortið væru 13.000 krónur (frítt fyrir börn upp að 18 ára aldri).

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -