Mánudagur 16. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

17 ára stúlka segir barnavernd og Seltjarnarnesbæ hafa brugðist sér

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Lillý Einarsdóttir, 17 ára viðmælandi Kompáss, segir fjölskyldu sína, barnavernd, skólakerfið og Seltjarnarnesbæ hafa brugðist sér.

Margrét segir sögu sína í nýjasta þætti Kompáss. Göng sem Kompás hefur undir höndum sýna að móðir Margrétar hefur glímt við áfengisfíkn og andleg veikindi. Margrét ólst upp hjá móður sinni og lýsir ásatandinu á heimilinu.

Hún rifjar m.a. upp þegar móðir hennar var sótt á heimili þeirra af lögreglu eftir að hafa lokað þær mæðgur inni dögum saman þegar Margrét var fimm ára. Móðirin var flutt á geðdeild og svipt sjálfræði og Margrét vistuð hjá móðurforeldrum. Skömmu síðan var Margrét komin aftur í umsjá móður sinnar.

Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir ótrúlegt að ekki hafi verið gripið inn í. Hann segir kerfið hafi brugðist Margréti og einnig móður hennar.

Í samtali við Kompás segir Margrét þá m.a. frá því að hún hafi leitað aðstoðar hjá námsráðgjafa þegar hún var komin í gagnfræðiskóla en að það hafi ekki skilað neinum árangri. „Þetta var algjörlega hræðilegt tímabil fyrir mig,“ segir Margrét.

Umfjöllun Kompás má sjá í heild sinni á vef Vísis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -