Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hvað verður um eggin sem enginn kaupir? „Alltaf eitthvað magn sem er tekið til baka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er einmitt málefni sem við höfum viljað vanda vel til þar sem við viljum vinna á móti sóun„ segir Alda Björk Larsen, markaðsstjóri hjá Nóa Siríus. Blaðamanni Mannlífs lék forvitni á að vita hvað verður um þau páskaegg sem ekki seljast.

Einnig hafa þau verið að vinna með aðila erlendis sem sérhæfir sig í að koma sérvörum á borð við páskaeggin þeirra í sérverslanir erlendis og er því umfram magn hjá Nóa Sirius selt áfram erlendis sem er virkilega skemmtilegt.

„Við höfum verið mjög heppin með það að lenda ekki í að mikið magn sitji eftir í búðunum þó auðvitað sé alltaf eitthvað magn sem er tekið til baka úr hverri verslun og því mikilvægt að koma því áfram í sölu“ bætir hún við.

Hjá Sælgætisgerðinni Góu fengust þær upplýsingar, að það kæmi sáralítið af páskaeggjum til baka úr verslunum. Þeir miðuðu framleiðslu við sölutölur frá árinu áður og það væri minna en 1 prósent af eggjum sem kæmi til baka. Ef um hreint súkkulaði er að ræða eru eggin brædd og endurnýtt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -