Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

20 leiðir til að lifa af: Sparaðu himinháar upphæðir með þessum ráðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það getur munað miklu  fyrir fjárhaginn að vera skipulagður þegar kemur að hagsýnni matarinnkaupum. Hægt er á tiltölulega einfaldan hátt að lækka útgjöld með því að vera meðvitaður og skipulagður. Himinháar upphæðir geta sparast ef þú fylgir ráðleggingum og kaupir inn eftir plani. 

Hér eru 20 atriði sem gætu reynst vel:

  1. Gerðu matseðil fyrir vikuna.
  2. Kauptu kjöt, fisk og þess háttar einu sinni í mánuði og frystu.
  3. Farðu einu sinni í viku í búð eftir ferskvörum og því sem nota á þá vikuna samkvæmt matseðlinum.
  4. Sendu þann á heimilinu í búð sem freistast síst til þess að kaupa óþarfa.
  5. Alls ekki fara svangur í búðina og gefðu þér nægan tíma.
  6. Vertu með lista yfir það sem vantar og verslaðu einungis það sem er á honum.
  7. Mundu eftir að koma með poka sjálfur, Það er sparnaður.
  8. Gerðu matseðil vikunnar með það í huga hvað er til í kotinu fyrir og nýttu það.
  9. Gerðu verðsamanburð og kauptu þær vörur sem ódýrastar eru á hverjum stað.
  10. Nýttu þér afsláttartilboð.
  11. Athugaðu hvort verslunin er með til sölu matvæli sem eru á síðasta snúningi, þar er hægt að spara. Mundu að það er munur á best fyrir og síðasti neysludagur. Vörur eru ekki ónýtar þó að best fyrir dagsettningin sé þann daginn eða frá deginum áður.
  12. Borgaðu með peningum, það kostar að nota kort. Það hjálpar einnig ótrúlega við að auka vitund á eyðslu.
  13. Farðu yfir alla strimla, það er algengara en þú heldur að uppgefið verð inni í búðinni sé annað en það sem þú greiðir við kassann. Það geta líka allir gert mistök í sinni vinnu, það á einnig við um afgreiðslufólk.
  14. Eldaðu einungis það magn sem þarf. Ef það eru afgangar EKKI henda þeim. Nýttu þá til að taka með í vinnuna, skóla eða annað. Frystu afganga og notaðu þá á næstu matseðla.
  15. Drekktu vatn með matnum. Það er hollur kostur og ódýr. Safar, gos og slíkt er fljótt að safnast í háar upphæðir á mánuði sé neysla mikil.
  16. Eldaðu heima frekar en að kaupa tilbúinn mat.
  17. Útbúðu nesti fyrir vinnu, skóla og þess háttar,fremur en að kaupa allt tilbúið utan heimilisins.
  18. Verið dugleg að prófa nýjar uppskriftir og skrá niður hugmyndir sem nota má þegar matseðill vikunar er ákveðinn. Það forðar okkur frá því að vera alltaf með það sama á matseðlinum og við gefumst síður upp á því að halda okkur við það að búa matseðil fyrir vikuna.
  19. Hafðu ísskáp, frysti og skápa vel skipulagða svo það skemmist ekkert né renni út hjá okkur. Það er einnig mikilvægt að þrífa ískápa mjög reglulega svo þar safnist ekki örverur og bakteríur sem geta skemmt matvæli mun hraðar.
  20. Vertu með á hreinu hvaða geymsluaðferð er best fyrir viðkvæmari matvæli svo sem ávexti og grænmeti. Það minnkar sóun svo um munar

Höfundur: Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -