Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

75 þúsund krónurnar reyndust vera 75 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinningshafinn, eldri kona á leið á eftirlaun, sem vann rúmar 75,5 skattfrjálsar milljónir í EuroJackpot síðasta föstudag hélt í fyrstu að hún hefði unnið 75 þúsund krónur.

Miðann keypti hún í Videómarkaðnum í Hamraborg, Kópavogi.

Á vef Getspár segir að konan hafi látið renna miðanum í gegnum sölukassa til að athuga hvort á honum væri vinningur. Kassinn gaf þá frá sér vinningshljóð og kvittun með vinningsupphæðinni, í fyrstu hélt hún að vinningurinn væri upp á 75 þúsund krónur en þegar afgreiðslumaðurinn sagði henni að líta aftur og enn betur á miðann, varð henni þá ljóst að vinningurinn væri upp á rúmar 75,5 milljónir. „Hún hreinlega bæði missti andann og andlitið af gleði og kom varla upp orði fyrr en heim var komið,“ segir á vef Getspár.

Þar er haft eftir henni að vinningurinn muni koma sér vel, bæði fyrir hana og börnin hennar og hlakki hún nú til að setjast í helgan stein og vera laus við peningaáhyggjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -