Mánudagur 11. desember, 2023
1.8 C
Reykjavik

86 ára maður lést á meðan hann beið í 11 klukkutíma eftir sjúkrarúmi: „Enginn til að bjarga honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn 86 ára Bryan Fulstow lést þann 15. nóvember síðastliðinn eftir að hafa beðið í 11 klukkutíma eftir sjúkrarúmi í Hull, Bretlandi.

Bryan var fluttur á spítala, grunur lék á að hann væri með sýkingu í blóði. Hann var færður í stól þar sem hann beið í 11 klukkutíma, engin sjúkrarúm voru laus. Hann lét lífið á meðan hann beið.

Steve, sonur Bryan, segir meðferðina sem faðir hans fékk hafa einfaldlega verið ómannlega. Bryan var með óráði, með háan hita og hafði grennst mikið á stuttum tíma.

„Hann sat einn á sjúkragangi, hundruðir löbbuðu framhjá honum, án þess að gera neitt. Þarna sat hann með þvaglegg í 11 klukkutíma, það er enginn virðuleiki“ Sagði Steve.

Eftir tímann á sjúkraganginum var Bryan færður inn á stofu með engu rúmi, þar beið hann einn og lést. Steve segir það spila mikið í andláti föður síns, enginn var nálægt til að bjarga honum.

„Honum fór batnandi. Ég fékk hringingu frá spítalanum og var mér sagt að hann hafi dottið og rekið höfuðið í, það hafi orðið honum að dauða.“

- Auglýsing -

Fjölskylda Bryan leitar nú réttar síns og ætlar ekki, að eigin sögn, að leyfa sjúkrahúsinu að komast upp með þetta án útskýringa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -