Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Á heiðurinn af verstu, næstverstu, þriðjuverstu og fimmtuverstu kosninganiðurstöðu flokksins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaður Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, skaut fast til baka á nýendurkjörinn formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, í Silfrinu í dag, en þetta kemur fram á DV.

Þingmaðurinn Jóhann Páll.

Sagði Bjarni í setningarræðu sinni á landsfundi í Laugardalshöll á föstudag að flokksmenn Valhallar skuldi borgarbúum það að gefa Samfylkingunni frí; sagðist vorkenna flokksmönnum Samfylkingarinnar:

„Það hlýtur að vera ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli, rífast þar við eigið bergmál og óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter, þá er dagurinn ónýtur.“

Jóhann Páll er með munninn fyrir neðan nefið og verður sjaldan orðavant; hann sagði í Silfrinu áðan að hann sé ánægður með áhuga Bjarna á Samfylkingunni, enda sé fullt tilefni fyrir Bjarna að hafa áhyggjur af Samfylkingunni undir forystu Kristínar Frostadóttur:

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.

„Ég er mjög ánægður með Bjarna. Ég er ánægður með hvað hann talar mikið um Samfylkinguna. Hann er með Samfylkinguna á heilanum, búinn að vera með Samfylkinguna á heilanum alla helgina. Mér finnst það mjög skemmtilegt og kannski ekkert skrítið að hann hafi áhyggjur af nýrri og sterkri forystu í Samfylkingunni. Það kom mér ekki á óvart að Bjarni fengi mótframboð. Bjarni á heiðurinn af verstu, næstverstu, þriðjuverstu og fimmtuverstu kosninganiðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi vega. Þannig að hann hlaut eiginlega að fá mótframboð.“

Jóhann Páll segir að Bjarni hafi haft sterka stöðu í stjórnmálum undanfarið; en að það tengist ekki honum eða hans árangri, heldur sé það einum stjórnmálaflokki og manneskju að þakka; Vinstri Grænum og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra:

- Auglýsing -
Katrín Jakobsdóttir.

„Það er mjög athyglisvert að fylgjast með þessari glímu Gulla og Bjarna, því þar virðist sterkasta vopnið í vopnabúri stuðningsmanna Bjarna vera að beina sjónum að einhverju mistísku sambandi þeirra Katrínar og Sigurðar Inga. Þetta auðvitað minnir okkur á það að þessi ríkisstjórn er ekki mynduð um málefni heldur snýst þetta allt um persónur og leikendur og völd og stóla.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -