Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„AA gerði mér mjög gott“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meðan Eyþór Arnalds var í bæjarstjórn Árborgar var hann tekinn fyrir ölvunarakstur og hætti í kjölfarið að drekka. Hann ræðir það atvik í viðtali sem birtist í Mannlífi á föstudaginn.

 

„Þetta atvik breytti lífssýninni alveg klárlega,“ segir Eyþór með áherslu. „Þegar maður gerir eitthvað af sér, eins og ég gerði, þá á maður tvo valmöguleika, annars vegar að fara í fýlu eða þá að segja ég ætla að læra af þessu. Ég ákvað að læra af þessu og ég held ég hafi komið auðmjúkari út úr því og þakklátari fyrir það sem ég hef. Það var lykilatriði.“

„Það er hægt að læra af mistökum en það er líka hægt að læra ekki af þeim.“

Það hlýtur samt að vera pirrandi að það sé stöðugt verið að rifja þetta atvik upp og nota það gegn þér?

„Nei, það er viðbúið,“ segir Eyþór. „En sem betur fer er ég ekki með beinagrindurnar inni í skápnum, er bara með þær hérna á borðinu þannig að þetta er ekki neitt leyndarmál. Ég braut af mér og ég viðurkenni það og ég lærði af því. Það er hægt að læra af mistökum en það er líka hægt að læra ekki af þeim.“

Eyþór fór í áfengismeðferð eftir atvikið og segir það hafa hjálpað sér mikið, er hann ennþá áfengislaus?

„Ég fór í gegnum meðferð hjá SÁÁ og síðan í AA,“ útskýrir hann. „Það hefur komið fyrir að ég hef drukkið síðan, en ég hef náð allt öðrum tökum á sjálfum mér. Ég held það sé alltaf eitthvað á bak við það þegar fólk misnotar áfengi eða önnur vímuefni, það er einhver rót, menn verða að stunda mannrækt ef þeir ætla að ná tökum á fíkn eða kaosi og AA gerði mér mjög gott.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Eyþór í heild sinni hérna: Með beinagrindurnar á borðinu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -