Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Áætlað að erlendum ferðamönnum muni fjölga á næsta ári – Tekjur verði um 330 milljarðar króna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferðamálastofa spáir því að allt 1,7 milljónir ferðamanna muni komi til Íslands um Keflavíkurflugvöll þetta árið.

Gert er ráð fyrir því á næsta ári að ferðamönnum héðan og þaðan úr heiminum fjölgi um 600 þúsund.

Hagfræðidoktorinn Gunnar Haraldsson, hjá ráðgjafafyrirtækinu Intellecta, hefur farið í brjósti fylkingar við vinnu sem snýst um þróun spákerfis um erlenda ferðamenn á Íslandi; verkefnið fór af stað fyrir tveimur árum.

Samkvæmt áðurnefndri spá munu koma hingað tæp 1,7 milljón ferðamanna, sem er ansi mikið sé tekið mið af því að Íslendingar eru aðeins um 370 þúsund:

Reiknað er með því að á næsta ári verði ferðamenn hér á landi, í heildina séð, um 2,3 milljónir.

Þetta er ein mesta búbót sem Íslendingar hafa fengið lengi; reiknað er með að erelndir ferðamenn eyði um 250 milljörðum króna í ár, og mögulega um 330 milljörðum árið 2022.

- Auglýsing -

Meira þessu tengt, því gistinætur í ár verða líklega um 4,5 milljónir; samkvæmt spánni gætu þær orðið 5,5 milljónir á næsta ári.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -