Laugardagur 7. september, 2024
10.9 C
Reykjavik

Fleiri ábendingar vegna barnaníðsefnis á Netinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

INHOPE eru regnhlífasamtök þeirra sem reka ábendingalínur fyrir almenning vegna barnaníðsefnis á Netinu. Samtökin nota hugbúnaðinn ICCAM til að safna tilkynningunum, flokka þær og koma áfram. Ábendingalína Barnaheilla tilheyrir INHOPE.

Alls voru 155 þúsund tilkynningar skráðar í ICCAM í fyrra en um er að ræða 80% aukningu frá 2017. Um var að ræða 337 þúsund myndir og myndbrot og 223 þúsund voru metin ólögleg. Þá var 58% efnisins fjarlægt af Netinu innan þriggja daga.

91% sýndi börn undir 13 ára.

80% barnanna voru stúlkur.

84% efnisins voru hýst hjá myndgeymsluþjónustum á borð við Google Photos, Flickr og Imgur.

44% efnisins voru rekin til Hollands, 25% til Bandaríkjanna, 9% til Rússlands, 6% til Frakklands og 5% til Slóvakíu.

Samkvæmt umfjöllun New York Times er það sérstakt áhyggjuefni að upp hefur komist um hópa á Netinu sem helga sig skiptum á efni sem sýnir sérstaklega gróft ofbeldi gegn mjög ungum börnum. Innan hópanna fá níðingarnir leiðbeiningar um hvernig þeir geti falið slóð sína á Netinu og komið efninu sem þeir eiga áfram. Í sumum tilvikum hafa fundist myndir þar sem fórnarlömbin eru neydd til að halda á spjöldum með nafni hópsins, eða öðrum gögnum sem sanna að efnið sé nýtt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -