Elísabet Welding Sigurðardóttir vakti athygli fyrir skemmtilega pælingu á Twitter:
„Leikhúsfólk hefur rætt þennan sið hjá áhorfendum að klappa í lok sýningar og vilja mörg hver að þetta verði aflagt. Þetta er vinnan þeirra. Ef þú klappar fyrir kassastarfsmanni, lögfr. og hjúkrunarfr. þá er réttlætanlegt að klappa eftir leiksýningu. Þetta er pæling.“
Skiptar skoðanir eru klárlega um málið, en eins og áður sagði þá hefur tíst Elísabetar fengið mikla athygli; og fólk hefur brugðist við tístinu á ýmsan hátt.
Björn Leví Gunnarsson alþingismaður bendir á að einu sinni hafi það verið til siðs að klappa eftir lendingu í flugvél.
Sumir vilja einfaldlega að klappað verði sem mest, og af nánast öllu tilefni.
Athugasemd Tómasar Frosta Sæmundssonar vegna málsins er hnyttin og telst klárlega réttmætt sjónarmið og skemmtilegur vinkill á pælingu Elísabetar um klapp eða ekki klapp í leikhúsum: