Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Að skila og skipta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verklagsreglur viðskiptaráðuneytisins mæla fyrir um að gjafabréf og inneignarnótur gildi í fjögur ár en verslanir eru oft með skemmri gildistíma. Þá er réttur neytenda takmarkaður ef til þess kemur að verslunin fari í þrot eða skipti um kennitölu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, sem birtist í Mannlífi sl. föstudag. Þar fjallar Breki um „skildagatíð“, þ.e. dagana eftir jól.

„Nú um þessar mundir, þegar hátíðarmatarafgangar fylla ísskápa landsins, er víða venja að staldra við og fara yfir hvað hefur borið á fjörur okkar í gjafaflóði jólanna. Þó að gjafir séu jafnan gefnar af góðum hug, falla þær ekki alltaf að smekk, hið gefna hefur þegar verið til á heimilinu eða fjöldi samskonar gjafa slíkur að nauðsyn sé að skila eða skipta gjöfunum,“ segir Breki.

Þá fjallar hann um lög um neytendakaup og verklagsreglur um skilarétt, gjafabréf og innleggsnótur.

„Meginatriði verklagsreglnanna eru:

– Að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu hennar.
– Að vörur sem merktar eru með gjafamerki gera kassakvittun óþarfa við skil.
– Að Inneignarnótur miðist við upprunalegt verð vöru.
– Að gjafabréf og inneignarnótur gildi í allt að fjögur ár frá útgáfudegi.“

- Auglýsing -

Hér má lesa greinina í heild.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -