Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Aðalheiður ætlaði ekki að trúa hverju var hent inn um gluggann hjá henni: „Var þvílikt óþægilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útlit er fyrir óaldarástand í Grafarvoginum þar sem íbúar hafa verið hrekktir með ýmsum hætti undanfarna daga. Hið nýjasta er að inn um gluggan hjá Aðalheiði nokkurri var hent logandi froski sem setti allt í uppnám á heimilinu.

Aðalheiður segir frá atvikinu inn í hópi hverfisbúa á Facebook. „Ég bý í Víkurhverfinu og það var hent inn um gluggan hjá mér frosk eða þviumlíkt logandi. Glugginn er neðarlega svo það þarf að fara inn í garðinn leggjast allega á fjórarfætur til að koma þessu inn. Sem betur fer vorum við hjón heima, kósi að horfa á sjónvarpið. Þegar þetta kom inn þvílikt óþægilegt. Maðurinn minn var með skjót viðbrögð náði að henda þessu út og slökkva. Skemmd á gólfinu. Lét lögregluna vita hún kom og ætlar að fylgjast með,“ segir Aðalheiður og bætir við:

„Erum enn að reyna að ná lyktinni út.“

Fjölmargir íbúar Grafarvogs tjá sig undir færslu Aðalheiðar og eru flestir á þeirri skoðun hversu hriikalega lífreynsla þetta hafi verið fyrir hana að fá froskinn inn um gluggann. Susanne nokkur er ein þeirra. „Þetta er hrikaleg lífsreynsla! Hvað er eiginlega í gangi?,“ segir Susanne.

Steingerður er því sammála. „Þetta er auðvitað alls ekki í lagi, úff hvað þetta hefur verið óþægilegt,“ segir Steingerður.

Nú er spurning hvort hér sé á ferðinni sama skemmdarverkagengi drengja sem hrekkt hefur bílstjóra í Grafarvoginum undanfarið. Drengirnir leggja það meðal annars í vana sinn að raða hnullungum á akvegi í hverfinu.

- Auglýsing -

Jóhannes nokkur, íbúi í Grafarvogi, bendir á að unglingar hverfisins stundi ýmsa hrekki þessa dagana. „Það voru unglingar að ganga upp vættaborgir i átt að spöngini um kl 22 +- sem voru að henda kinverjum logandi hingað og þangað,“ segir Jóhannes.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -