Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Aðeins 5% líkur á sigri Hatara og því ólíklegt að auðvaldshyggjan koðni niður um næstu helgi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Holland og Svíþjóð eru líkleg til að tryggja sér þátttöku á úrslitakvöldi Eurovision á laugardag. Veðbankar telja Holland og Svíþjóð ekki aðeins líkleg til að keppa á aðal úrslitakvöldinu heldur séu umtalsverðar líkur á að annað hvort landið sigri keppnina.

Íslandi er í fimmta sæti á síðu Eurovision World og líkurnar á sigri eru 5%. Líkurnar breytast þó reglulega og því ekki öll von úti. Vefsíðan tekur saman tölur helstu veðbanka. Hatarar stóðu sig vel í undankeppninni en áður en riðillinn fór fram var Ísland í sjöunda sæti. Íslendingar geta því verið stoltir af flutningnum.

Seinni undanriðill Eurovision í Tel Aviv fer fram í kvöld þar sem 18 lönd keppa um sæti í úrslitunum. Framlög Hollands og Svíþjóðar eru bæði tilfinningarík lög um ástina, flutt af karlkyns aðalsöngvurum. Að öðru leiti eru atriðin ólík. Hollenski Duncan Laurence syngur hjartnæma ballöðu en sænski John Lundvik tekur hresst og sálarmikið popplag ásamt kraftmiklum bakraddasöngkonum.

Svíþjóð hefur sex sinnum unnið Eurovision síðan þáttaka þeirra hófst árið 1958. Þá hafa þeir þrettán sinnum verið í efstu þremur sætunum. Síðasta áratug hefur Svíþjóð gengið afar vel í keppninni. Svíar unnu árið 2012 og 2015. Frá 2011 hafa þeir aðeins einu sinni verið neðar en sjöunda sæti. Lag Lundvik, Too late for love, er afar vinsælt í Svíþjóð. Lagið rauk upp sænska vinsældarlistann eftir sigurinn í sænsku undankeppninni, Melodifestivalen. Á youtube er áhorf Too late for love tæplega þrjú milljón skipti.

Horft hefur verið á hollenska lagið, Arcade með Duncan Laurence, tæplega níu milljón sinnum. Það er þrisvar sinnum meira en sænska lagið. Engin undankeppni var haldin í Hollandi. Dómnefnd á vegum sjónvarps- og útvarpsstöðvarinnar AVROTROS valdi framlag landsins. Holland hefur sex sinnum náð toppsæti og fjórum sinnum unnið keppnina. Síðasti árið 1975.

Líkurnar á að Holland standi uppi sem sigurvegari á laugardaginn er 38%, samkvæmt nýjustu tölum Eurovision World. Tölurnar endurspegla þá miklu trú sem markaðurinn hefur á hæfileikum Laurence. Líkur Svíþjóðar eru 11%. Þetta getur þó allt saman breyst eftir kvöldið.

Sergey Lazarev frá Rússlandi keppir líka í kvöld með ballöðuna Scream. Samkvæmt Eurovision world eru 93% líkur að rússar komist í úrslitin. Sigurlíkurnar eru þó ekki miklar og standa í 7%. Ágætis líkur eru á að Azerbaijan og Sviss nái einnig upp úr riðlinum í kvöld. Fimm seinni löndin sem gætu svo sloppið í gegn eru Malta, Noregur, Norður-Makedónía, Armenía og Danmörk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -