Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

Aðildarfélög BSRB undirbúa atkvæðagreiðslur um verkfallsboðun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samningseiningar BSRB komu saman til fundar nú síðdegis. Á fundinum samþykktu öll aðildarfélög BSRB sem semja við ríki og sveitarfélög og hafa verkfallsrétt að hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir.

Aðildarfélög BSRB sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að undirbúa atkvæðagreiðslur um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslurnar fari fram hjá hverju félagi fyrir sig 17. til 19. febrúar og áformaðar aðgerðir hefjist í mars. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem BSRB sendir frá sér eftir fundinn.

Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sinna fjölbreyttum störfum til að mynda á Landspítalanum og í annarri heilbrigðisþjónustu, í velferðarþjónustu, skólum, leikskólum og frístundaheimilum, í sundlaugum, íþróttamahúsum og þjónustu við aldraðra og fólk með fötlun. Um 19 þúsund starfsmenn ríkis og sveitarfélaga starfa undir kjarasamningum aðildarfélaga BSRB.

Félögin hafa verið kjarasamningslaus í á ellefta mánuð en kjarasamningsviðræður munu halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -