Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Að­stoðar­lög­reglu­stjóri kominn í leyfi: Þekkt fyrir að taka „hársblásarann“ á undirmenn sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt vefmiðlinum Vísi er Hulda Elsa Björgvinsdóttir aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, kominn í leyfi frá störfum sínum.

Sálfræðistofa var fengin til að gera úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu.

Samkvæmt Vísi hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf á undanförnum árum vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu.

Sagði einn fyrrverandi starfsmaður það ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína.

Vegna þessa hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið talsvert mikil.

Kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson,  staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi; hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu:

- Auglýsing -

„Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningu frá embættinu sem mun ekki að öðru leyti tjá sig um málefni einstakra starfsmanna.

Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði í sumar; var önnur tveggja sem sótti um embættið; matsnefnd taldi báða umsækjendur hæfa til að hljóta skipun.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -