Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Aðstoðarmenn teknir til starfa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex þingflokkar af átta hafa gengið frá ráðningu aðstoðarmanna. Áætlaður kostnaður við fjölgun aðstoðarmanna í ár nemur 120 milljónum króna.

Þingflokkarnir samþykktu fyrir áramót frumvarp um aðstoðarmenn þingflokka sem felur í sér að þingflokkarnir fá samanlagt allt að 17 aðstoðarmenn til viðbótar við það sem nú er.

Fjölgunin fer fram í skrefum á þremur árum. Í ár fær hver þingflokkur úthlutað einum aðstoðarmanni en þeim mun svo fjölga næstu tvö árin í hlutfalli við styrk flokkanna á þingi. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi höfðu sex þingflokkar af átta gengið frá ráðningu aðstoðarmanna þegar þetta er skrifað og hafa þeir þegar hafið störf.

Markmiðið með fjölgun aðstoðarmanna er að styrkja störf þingsins líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Það er Alþingi sem stendur straum af kostnaðinum. Í fjárlögum ársins er gert ráð fyrir 120 milljónum króna vegna fjölgunar aðstoðarmanna en að hann verði 255 milljónir króna á ári eftir að þeir hafa allir tekið til starfa. Fyrir stendur Alþingi straum af kostnaði við ritara þingflokka og aðstoðarmenn þeirra flokksformanna sem ekki eru ráðherrar. Sá kostnaður nemur 150 milljónum króna á ári. Að óbreyttu mun því kostnaður Alþingis vegna starfsmanna þingflokka nema um 405 milljónum króna á ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -