Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Áður talin saklaus veira ræðst á hjarta nýfæddra barna:„Hefur smitast á fyrsta sólahring lífs síns“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir vera aukningu í tilfellum alvalegrar hjartavöðvabólgu í ungabörnum. Á tímabilinu frá júní í fyrra til mars á þessu ári hafa 15 börn í Bretlandi hafi greinst með sjúkdóminn. Eitt barn hefur látist og átta önnur voru á bráðadeild í öndunarvél.

Af þeim börnum sem greind voru með hjartavöðvabólgu fannst enterovírus í níu þeirra. Vírusinn er í flestum tilfellum skaðlaus en getur valdið mörgum mismunandi einkennum. Oftast eru þetta þó flensulík einkenni. Á fyrstu vikum í lífi barns getur vírsuinn þó verið alvarlegur. Í Wales greindust tíu börn með vírusinn og hjartavöðvabólgu. Þau voru öll undir mánaðargömul og eitt þeirra lést.
Rannsókn er hafin á þessari aukningu tilfella en enginn veit hvers vegna þetta gerist. Joann og Christian eru foreldrar barnsins sem lést úr sjúkdómnum en hann var aðeins tólf daga gamall. Þau segja son sinn hafa verið veikburða og virtist vera með harðlífi. Læknar sögðu einkennin vera vegna gulu. Þegar hann var vikugamall hætti hann að nærast. Foreldrarnir fóru með hann á bráðadeild þar sem hann var greindur fyrst greindur með blóðeitrun en því síðar breitt í barkabólgu. Hann var færður á annað sjúkrahús þar sem í ljós kom að drengurinn var með hjartsláttartruflanir. Aftur var hann færður og þá kom í ljós enterovírus og þeim sagt að veiran væri gjörn á að ráðast á hjartað í nýfæddum börnum. „Okkur var sagt að hann hafi líklega smitast á fyrsta sólahring lífs síns. Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður. Við höfum ekki ennþá fengið skýr svör.“ sagði móðir drengsins

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -