Fimmtudagur 12. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Æsilegur eltingaleikur varðskips og smábáts: Lögregla og varðskipsmenn handtóku trillukarl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill viðbúnaður var í Flateyrarhöfn í gærkvöld þegar tilkynnt var um mögulegt lögbrot skipstjóra strandveiðibáts. Sjómaðurinn var að koma úr veiðiferð og hann búinn að landa aflanum upp á bryggju þegar lögreglubílar þustu að. Greip sjómaðurinn til þess ráðs að leysa landfestar í snatri og sigla á 25 sjómílna ferð til hafs. Var þá kallað til varðskip sem var í grenndinni. Skipið hélt í humátt á eftir hinum grunaða. Samkvæmt heimildum Mannlífs var slökkt á staðsetningarbúnaði varðskipsins svo það gæti farið eins leynt og kostur væri í eftirför sinni.

Eftir nokkurn eltingaleik út og inn Önundafjörð tókst varðskipsmönnum að komast um borð í bátinn og handtaka skipstjórann. Báturinn og eigandi hans voru færðir til hafnar, sinn í hvoru lagi.

Karl Vilbergsson lögreglustjóri á Ísafirði staðfesti að málið væri í rannsóknarferli en vildi ekki tjá sig um sakarefni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -