Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Ævintýralegar eignir World Class fjölskyldu: Mamma keypti 150 milljóna íbúð

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eigendur World Class, þau Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir standa í miklum fjárfestingum á sama tíma og fyrirtæki þeirra glímir við mikla erfiðleika. Hafdís keypti 180 fermetra penthouse íbúð í Skuggahverfi fyrir 150 milljónir króna um miðjan október. Heimildir Mannlífs herma að dóttir, hjónanna, áhrifavaldurinn og markaðsstjóri World Class, Birgitta Líf, hafi fengið íbúðina til búsetu. Birgitta seldi 105 fermetra lúxusíbúð í Skuggahverfinu á síðasta ári. Þá íbúð staðgreiddi Birgitta á sínum tíma og var kaupverðið 63 milljónir króna. Hún seldi síðan íbúðina á 67 milljónir. Birgitta er nú skráð með lögheimili í lúxusíbúðinni að Vatnsstíg 14.

Hjónin í World Class eru þess utan að endurbyggja hús á sjávarlóð á Arnarnesi. Talið er að kostnaður hlaupi á hundruðum milljóna króna eðða allt að  800 milljónum króna. Fyrir fjórum árum keyptu þau lóðina við Haukanes 22, sem áður í eigu Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis sem var búinn að láta teikna húsið og byrjaður að steypa grunninn. Nú hafa hjónin steypt húsið upp. Þess utan eiga hjónin hús að  Árlandi í Fossvogi. Enn ein húseign þeirra er í þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem þau festu á sínum tíma kaup á glæsilegu sumarhúsi á besta stað sem metið er á langt yfir 100 milljónir króna. Fjárfesting þeirra í íbúðarhúsnæði hleypur því á rúmum milljarði króna.
Haukanes 22.
Höll hjónanna í World Class á Arnarnesi er smám saman að rísa þótt lítið sé að gerast í augnablikinu. Einn blikksmiður að störfum.

Björn Leifsson hefur nokkrum sinnum stigið fram og barmað sér vegna erfiðrar rekstrarstöðu World Class sem hann segir að hafi tapað milljarði króna á Covid. Hann hefur sagt upp fjölda starfsmanna heilsuræktarstöðva sinna og óvissa ríkir um  framhaldið.

 

Ljóst er að mikið verk er óunnið áður en glæsihúsið á Arnarnesi verður tilbúið. Lítið hefur gerst í framkvæmdum þar en þó var blikksmiður að störfum þar í dag. Næsti nágranni Dísu og Bjössa á Arnarnesinu er athafnamaðurinn, Anton Kristinn Þórarinsson, sem á húsgrunninn við hliðina.  Þar voru iðnaðarmenn að störfum. Anton keypti húsið og reif til grunna. Kaupverðið á því húsi var um 120 milljónir krónur. Húsið var áður í eigu Rasmus Rojkjaer, fyrrverandi forstjóra Alvotech á Íslandi. Anton lét jafna húsið við jörðu og er að byggja nýtt á lóðinni. Rétt eins og hjá World Class-hjónunum er talsvert í land með að Anton klári húsið. Ekki er ólíklegt að nágrannarnir í Haukanesi flytji inn á svipuðum tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -