Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ævintýramaðurinn Jón Grímsson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Grímsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður í Seattle í Bandaríkjunum lést í gær eftir baráttu við krabbamein. Hann varð 67 ára 21. september síðast liðinn.

Jón fæddist á Ísafirði 21 september 1954 og ólst þar upp. Ungur hóf hann störf við sjómennsku. Hann var meðal annars á togaranum Páli Pálssyni ÍS. Þá var hann um tíma formaður Sjómannafélags Ísfirðinga og markaði sín spor í málefnum sjómanna.

Jón Grímsson árið 2016 með einu barnabarna sinna.

Um tíma starfaði hann á samyrkjubúi í Ísrael. Jón var sannkallaður ævintýramaður sem hiklaust tókst á við nýjar áskoranir. Jón flutti til Bandaríkjanna 25 ára. Hann réði sig á krabbabát og tók í framhaldinu skipstjórapróf. Hann eignaðist síðar sinn eigin frystitogara sem hann gerði út, meðal annars við strendur Alaska. Eftir að hann hætti útgerðinni hóf hann störf sem húsasmiður og starfaði við það fag á meðan hann hafði heilsu til. Hann þótti einstaklega fær á sínu viði. Jón hafði alla tíð unun af siglingum og sjómennsku. Hann átti sinn eigin skemmtibát sem hann stundaði siglingar á meðan heilsa hann entist. Á meðan mesta fárið vegna Covid geysaði hélt hann til um borð í báti sínum.

Frystitogari Jóns Grímssonar.

Jón lætur eftir sig tvær dætur. Jóhanna Jenný, fædd 8. september 1981 og Leah Katrín, fædd 2. júlí 1983. Jón bjó hjá Jóhönnu dóttur sinni seinustu misserin og naut þess að vera með barnabörnum sínum. Fyrrverandi eiginkona Jóns er Linda Grimsson, fædd í Los Angeles.

Jón Grímsson sagði sögu sína í bókinni Ameríski draumurinn eftir Reyni Traustason.

Mannlíf vottar aðstandendum Jóns innilega samúð vegna fráfalls hans.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -