Miðvikudagur 29. júní, 2022
13.8 C
Reykjavik

Áfall fyrir Róbert

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lyfjakóngurinn Róbert Wessman varð fyrir áfalli þegar enduruupptökudómur hafnaði beiðni hans og Árna Harðar­son­ar end­urupp­töku á dómi Hæsta­rétt­ar frá því fe­brú­ar 2018. Þeir félagar voru þeir ásamt Magnúsi Jaroslav Magnús­syni dæmd­ir til að greiða fyrrum samstarfsmanni sínum, Matth­íasi H. Johann­essen, 640 millj­ón­ir króna fyr­ir að óheiðarlega viðskiptahætti. Þetta var stærsta skaðabótamál Íslandssögunnar þar sem þeir félagar voru persónulega dæmdir til að greiða alls 1400 milljónir króna að teknu tilliti til vaxta og kostnaðar. Um var að ræða fé­lag í eigu þremenninganna sem keypti hlut í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Al­vo­gen. Róbert reiddist dómnum mjög og hefur leitað allra leiða til þess að ná fram annarri niðurstöðu og sér hagstæðar. Í því skyni voru lögð fram ný gögn sem dómurinn taldi ekki hafa neina þýðingu fyrir málið. Þessi niðurstaða markar endalok málsins …

Fyrirvari: Útgefandi Mannlífs hefur kært Róbert Wesmann til lögreglu fyrir yfirhylmingu varðandi innbrot á ritstjórn Mannlífs í janúar sl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -