Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

AFHJÚPUN – Lauma sér inn á öldunarstofnanir á fölskum forsendum og svína á gamla fólkinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athygli Mannlífs var vakin á því faglærðir aðilar í hárgreiðslu, fótaaðgerða- og snyrtifræði réðu sig sem starfsmenn í umönnun aldraðra sem dvelja á öldrunar- og hjúkrunarheimilum. Þessir aðilar byðu svo skjólstæðingum upp á þjónustu sína, hárgreiðslu og fótsnyrtingu/fótaaðgerðir og oft á hærra verði en á stofum úti í bæ. Þá leikur grunur á að um sé að ræða ,,svarta vinnu“ í flestum tilfellum og ennfremur að viðkomandi nýti aðstöðu og annað inni á heimilunum endurgjaldslaust. Tekið skal fram að þessir aðilar sinna sínu starfi sem umönnunaraðilar með sóma og ekkert upp á þann þátt að klaga. Málið snýst um að þarna er verið að smeygja sér inn á stofnanirnar á fölskum forsendum.

Stjórnendur meðvitaðir

Eftir að Mannlíf birti grein um að verið sé að okra á eldri borgurum hvað varðar fótsnyrtingar/fótaaðgerðir sjá grein hér, höfðu starfsmenn öldrunarheimila samband og sögðu frá hlutum sem hafa viðgengist innan veggja heimilanna og staðið yfir í fjölmörg ár. Stjórnendur vita af þessu sem og annað starfsfólk en það er mjög erfitt að taka  á málunum þegar um samstarfsfólk er að ræða og skellt er skollaeyrum við kvörtunum.

Aukið álag

Þessir einstaklingar sem virðast vera að ráða sig í ummönnun á fölskum forsendum, taka einungis við peningum og nota aðstöðu sem eru fyrir hendi á stofnununum án endurgjalds svo sem handklæði og annað sem til þarf. Það, meðal annars, veldur því að skjólstæðingar eru með lausafé inni á herbergjum sínum og þá einna helst í náttborðsskúffum. Svartir sauðir leynast stundum í mörgu fé og upp hafa komið fjölmörg mál þar sem peningar hverfa frá fólkinu. Þetta ástand hefur í för með sér auka álag og ósanngjarna ábyrgð á starfsfólk þessarra stofnana.

Þetta höfðu viðmælendur Mannlífs sem vinna á  heimilum og spítölum er sinna öldruðum meðal annars, um málin að segja :

- Auglýsing -

„Við höfum kvartað í gegnum tíðana því mörgum okkar finnst þetta allt annað en í lagi auk þess eru skjólstæðingar okkar með lausafé inni hjá sér til þess að geta greitt þessum aðilum fyrir þjónustuna. Upp hafa komið tilvik þar sem peningar hverfa og hverjum er kennt um það? Okkur, og það erum við alls ekki sáttar eins og gefur að skilja. Við höfum ekki viljað hafa þetta hangandi yfir höfðum okkar. Sumir skjólstæðingar eða aðstandendur þeirra biðja um að lausafé og önnur verðmæti séu geymd í læstum lyfjaskápum í umslagi. Þetta er undir öllum kringumstæðum aukið álag á starfsfólkið, við viljum ekki bera ábyrgð á fjármunum skjólstæðinganna og eigum alls ekki að þurfa þess.“

„Við megum alls ekki fara ofan í náttborðsskúffu skjólstæðinga okkar en stundum þurfum við að sækja hluti fyrir þá, greiðu eða annað slíkt og þá blasa bara við manni peningaseðlar. Þá segi ég, æi ekki vera með þetta hér.“

„Þetta er ekki aðeins í gangi á einni stofnun heldur mjög mörgum, stjórnendur vita mæta vel af þessu en gera ekkert í málunum“

- Auglýsing -

„Stjórnendur og yfirmenn vita af þessu enda fer það ekki framhjá neinum að starfsemin er í gangi beint fyrir framan augun á fólki. Þetta þykir bara í lagi, er þaggað niður.“

„Það er alls ekki þannig að skjólstæðingarnir hagnist eitthvað á því að eiga viðskipti við þá sem stunda þetta, borga meira en á stofum úti í bæ ef eitthvað er.“

„Við viljum að þetta sé stöðvað því þetta er rangt á svo margan hátt. Ég og fimm aðrar sem ég hef unnið með hafa kvartað undan þessu en skollaeyrum er bara skellt við þessu af stjórnendum.“

„Ég hef unnið við umönnun aldraðra í tugi ára og þetta er alls ekkert nýtt. Ég vona að þessi skrif ykkar muni hafa áhrif og eitthvað verði loksins gert til úrbóta. “

„Þær rukka gamla fólkið um mjög háar upphæðir sem það greiðir þegjandi og hljóðalaust og við sem reynum að standa upp fyrir fólkið og láta vita, fáum enga athygli, málinu er alltaf eytt. „

„Þetta eru fóta- og snyrtifræðingar og hárgreiðslukonur, en talsvert fleiri hárgreiðslukonur  stunda þetta en þær sem eru í fótsnyrtingunni. „

Þetta er síður en svo í lagi og á þessu þarf að taka og stöðva. Þeir aðilar sem þetta stunda eiga einnig  að sjá sóma sinn í að steinhætta að fara svona að hlutunum, eins og kettir í kringum heitan graut.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -