Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Afsláttur á sjálfsafgreiðslukössum – Samkaup svarar ekki og Krónan treg til svara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 30. apríl birti Mannlíf grein um notkun sjálfsafgreiðslukassa í verslunum Krónunar, Haga og Samkaupa. Haft var samband við öll þrjú fyrirtækin og óskað svara við því hvort það væri eitthvað á döfunni að veita afslátt til viðskiptavina sem nota kassana. Bónus svaraði strax og var það Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Haga sem svaraði fyrir hönd Bónus. Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri Samkaupa svaraði ekki spurniningum Mannlífs. Krónan svaraði að lokum og svaraði Brynja Guðjónsdóttir hluta af spurningum Mannlífs.

 Krónan

Mannlíf spurði  Brynju Guðjónsdóttur er svaraði fyrir hönd Krónunar, hvort það væri fyrirhugað að gefa afslátt á sjálfsafgreiðslukössum Krónunnar. Hún sagði að ekki væru uppi nein áform um sérafslætti á sjálfsafgreiðslukössum Krónunar. Mannlíf spurði þá Brynju sérstaklega út í þær verslanir sem eingöngu bjóða upp á sjálfsafgreiðslu, hvort þar kæmi ekki til greina að veita afslátt. Einnig var spurt var um hve margar verslanir Krónunar væru nú einungis með sjálfsafgreiðslu, og hvað væri fyrirhugað að breyta mörgum verslunum í þess háttar verslanir í nánustu framtíð. Brynja Guðjónsdóttir svaraði ekki þessum spurningum.

Ekkert val og engin afsláttur

Verslanir sem að minnsta kosti bjóða viðskiptavinum upp á val hafa nokkuð til síns máls þegar kemur að umræðunni um að veita ekki afslátt í sjálfsafgreiðslu. Annað gildir um þær verslanir sem eigöngu bjóða upp á sjálfsafgreiðslu er annað mál. Þar hefur viðskiptavinurinn ekkert val og fær heldur engan afslátt fyrir það að vinna vinnu sem verslunin hafði áður borgað starfsfólki laun fyrir að sinna og það jafnvel misst vinnuna í þokkabót.

 

- Auglýsing -

Samkaup svöruðu ekki

Spurningin til Samkaupa um það hvort það væri fyrirhugað að veita sérstakan afslátt á sjálfsafgreiðslukössum og þá utan við þau tvö prósent, sem öllum sem geta notað appið þeirra stendur til boða, bæði á mönnuðum kössum og í sjálfsafgreiðslu. Þessi tvö prósent sem safnast upp sem inneign er viðskiptavinurinn svo tilneyddur að nota í verslunum Samkaupa svo ekki eru um eiginlegan afslátt að ræða sem skilar sér í vasa viðskiptavina strax. Eins og áður sagði svaraði Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri Samkaupa ekki spurningum Mannlífs, sem verður að teljast hrein og klár móðgun við neytendur og þá sérstaklega neytendur sem eru viðskiptavinir þeirra. Upplýsingagjöf til neytenda er mikilvægt atriði sem Samkaupa ákvað að sinna ekki. Nýjustu umfjöllun Mannlífs um verslun Samkaup má nálgast hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -