Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ágúst afbókaði ferð til Tenerife: „Óhræddur en viðbrigði að uppgötva að gamla smitið ver mig ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn og blaðamaðurinn skeleggi á DV, Ágúst Borgþór Sverrisson, hætti við ferð til Spánar vegna hraðrar útbreiðslu ómíkron afbrigðisins, og ritaði um málið á Facebook-síðu sinni:

„Brot út skrifum sóttvarnalæknis í gær varð til þess að ég og fjölskylda mín tókum stóra ákvörðun á síðustu stundu. Við Erla stóðum allt í einu frammi fyrir því að við erum nánast óvarin fyrir Omíkron-afbrigði veirunnar. Við erum bara með tvær sprautur og getum ekki fengið þriðju sprautuna fyrr en í mars,“ segir Ágúst og bætir við:

„ Við fengin covid í apríl og tvær sprautur eftir það. Ég er svo sem ekki hræddur við að fá þá veiru og myndi eflaust standa þau veikindi af mér, en ég hef ekki áhuga á að smitast í rándýru fríi á erlendri grundu.“

Bætir við:

„Ég átti einlægt símtal við starfsmann Tigotan-hótelkeðjunnar undir gærkvöldið, sem síðan afbókaði hótelpöntun okkar án endurgjalds, andstætt reglum. Við breyttum farseðlunum með Icelandair í stóra inneign. Ég er eftir sem áður í fríi fram yfir áramót og hef lokað á DV sem starfsmaður; les miðilinn bara eins og aðra fjölmiðla. Hér verður ekkert fjandans jólatré né jólaskraut, en gist á Hótel Örk um jólin.

Annars er ég bara á leiðinni í ræktina. Hver veit nema ég smitist þar í dag,“ segir Ágúst og bætir við að lokum:

- Auglýsing -

„Það eru mér mikil viðbrigði að uppgötva að gamla smitið ver mig ekki lengur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -