Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ágúst Guðmundsson vill gera kvikmynd um hrunið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri á að baki myndir á borð við Land og syni, Útlagann og Með allt á hreinu, svo nokkrar séu nefndar. Hann varð 73 ára 29, júní og var af því tilefni í ítarlegu viðtali við vefsíðuna Lifðu núna. Þar kemur fram að hann stefni að því að gera að minnsta kosti eina kvikmynd í fullri lengd og eina heimildarmynd áður en hann sest í helgan stein og hann er þegar búinn að sækja um styrk til að gera kvikmynd sem fjallar um hrunið, eina af þremur um þann tíma sem hann er búinn að skrifa handrit að.

„Nýlega sendi ég inn umsókn í Kvikmyndamiðstöð fyrir mynd sem heitir Lúx og gerist bæði í Lúxemborg og Íslandi. Ég yrði glaður ef það tækist að gera eina af þessari trílogíu, akkúrat þessa stundina vona ég að það verði Lúx. Þetta eru þrjár mismunandi sögur sem allar greina frá því hvernig bólutíminn hafði áhrif á venjulegt fólk, ekki aðalpersónurnar í efnahagsundrinu heldur alþýðumanninn, þá sem stóðu nálægt aðalpersónunum en voru ekki aðalgerendur, fólkið sem hreifst með,“ segir Ágúst um myndina sem hann hyggst gera.

Ágúst er kominn með góðan framleiðanda í Lúxemborg sem hann segir að hafi mikla trú á verkefninu og sá hefur skuldbundið sig til að vera með. „Svo er spurning um styrki úr Kvikmyndasjóði. Margt efnilegt ungt fólk hefur komið fram og samkeppnin hefur harðnað þannig að það er ekkert í hendi í þeim efnum,“ segir hann.

En Lúx er ekki eina kvikmyndin sem Ágúst er með á teikniborðinu, hann langar líka að gera heimildarmynd um dánaraðstoð. „Til viðbótar við Lúx langar mig líka að gera eina heimildarmynd um dánaraðstoð, það sem kallað er líknardráp sem er svo gildishlaðið orð. Það er merkilegt mál og margar hliðar á því,” segir hann í viðtalinu við Lifðu núna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -