Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Ágúst í framboði hjá tveimur flokkum: „Enn eitt skemmdarverkið frá Flokki fólksins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi og það vekur athygli að Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari í Norðuráli, er í öðru sæti á þeim framboðslista en hann situr einnig í fjórtánda sæti á framboðslista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum austurfrett.is.

Nákvæmlega núna er Ágúst Heiðar því á tveimur framboðslistum, hjá sitthvorum flokknum í sitthvoru kjördæminu.

Ágúst segist hafa þegið sæti hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum fyrir nokkru þegar Guðmundur Franklín bað hann um það.

„Guðmundur Franklín spurði í mig persónu hvort ég hefði áhuga á að taka fjórtánda sæti og ég sagði já. Hann vissi að ég bjó á Akranes þannig ég tel það hafi bara verið mannleg mistök að setja mig á lista fyrir Norðausturkjördæmið,“ segir Ágúst sem segist vera í Flokki fólksins og hann ætli sér að vera í framboði þar en ekki hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum.

|
Guðmundur Franklín. Mynd /Hákon Davíð Björnsson

Guðmundur Franklín segir að Ágúst muni vera í framboði fyrir Flokk fólksins.

- Auglýsing -

„Þetta er með ólíkindum. Þetta er enn eitt skemmdarverkið frá Flokki fólksins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -